Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 66
64
Björn Þórðarson
Skírnir
fund með sér, eins og 10 árum áður, og var nýlendumála-
ráðherrann, Joseph Chamberlain, nú í forsæti. Hann mælti
með því, að stofnað væri ráð fyrir allar sjálfstjórnarný-
lendurnar, sem skipað væri fulltrúum þeirra með full-
komnu umboði, og stefna bæri að þeirri hugsjón, að ráð
þetta mætti dafna svo í framtíðinni, að það gæti orðið
sambandsráð. Fundarmenn viku sér hjá því að samþykkja
ályktun í þessa átt, og hugsjón Josephs Chamberlains hef-
ir ekki enn rætzt, hvað sem síðar kann að verða, en gildi
samveldis-ráðstefnunnar, sem er dóttir nýlenduráðstefn-
unnar, hefir aukizt svo, jafnhliða því sem hin stjórnskipu-
legu bönd milli móðurlandsins og samveldislandanna hafa
verið leyst, að hún er orðin ein hin mikilvægasta af þeim
stofnunum, sem starfa að samvinnu hinna brezku sam-
veldisþjóða. Ráðstefnan er þó ekki lögfest stofnun, hefur
ekki fast skrifstofuhald, er ekki löggjafarþing og hefur
ekki framkvæmdavald. Hún er frjáls umræðufundur milli
ráðherra brezku stjórnarinnar og stjórna samveldisland-
anna. Síðan 1917 hefur Indland haft atkvæðisbæran full-
trúa á ráðstefnunni, og einstaka af hinum þroskaðri ný-
lendum hafa haft þar áheyrnar fulltrúa. Síðan um alda-
mót hafa verið haldnar margar samveldis ráðstefnur.
Þau mál, sem aðallega eru viðfangsefni á ráðstefnunum,
eru hervarnir heimsveldisins, utanríkismál og fjárhags-
mál. Ályktanirnar hafa ekki úrslitagildi, og verður í því
efni að koma til kasta hverrar samveldisþjóðar fyrir sig.
Ráðstefnurnar hafa átt frumkvæðið að því, að komið hef-
ur verið á fót opinberum stofnunum, sem taka til heims-
veldisins alls, svo sem í fjárhagsmálum, siglingamálum,
heilbrigðismálum, landbúnaði og skógrækt, og fjöldi fé-
laga, sem starfa að samvinnu innan heimsveldisins í hin-
um og öðrum greinum, á rætur þangað að rekja.
Hervarnir. Eftir því sem brezka heimsveldið þandist
út og nýlendurnar urðu fleiri og stærri, þurfti að senda
að heiman æ fleiri setuliðssveitir og landvarnaheri til
verndar nýlendumönnum gegn árásum innfæddra manna
og sumstaðar gegn utanaðkomandi ágengni. Heimalandið