Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 17
Skírnir
Danmörk eftir 9. apríl 1940
15
litningu, sem nazistar verða fyrir hjá dönsku þjóðinni,
sem skortir skilning á þeim nýju verðmætum í stjórnmál-
um og venjum, sem flokkurinn er fulltrúi fyrir.
Hin leiðin, sem hægt er að fara til þess að smeygja inn
erlendum áhrifum, er sú, að nota til þess svonefnda leppa.
Þeir eru að vísu ekki margir til, en þeir hafa nokkur
áhrif, ekki sízt vegna þess stuðnings, sem þeir njóta frá
hernámsvaldinu. Þeim má skipta í þessa flokka:
Stjórnmálamenn, með Erik Scavenius í broddi fylking-
ar. Þeir líta svo á, eins og Flandin í Frakklandi, að eins og
stjórnmálahorfurnar eru, sé skynsamlegt að gera ráð fyrir
því, að Þýzkaland verði öflugasta ríki meginlandsins og
því sé hinum veikari smáríkjum umhverfis það nauðsyn-
legt að haga stjórnarstefnu sinni í samræmi við það.
Svo er verkfræðingahópurinn með Gunnar Larsen frá
F. L. Smith og Knutzen, forstjóra ríkisjárnbrautanna, í
broddi fylkingar. Þeir heillast af hinum miklu verklegu
framkvæmdum og atvinnubótum, vegagerðum, brúar-
gerðum, flugvalla- og hafnargerðum hernámsþjóðarinn-
ar.
Loks er sá hópur íhaldsmanna, sem Bretar kalla „die-
hards“, þeir, sem um allar jarðir óska þess, að þingræðis-
stjórn róttækra manna og jafnaðarmanna verði brotin á
bak aftur, gjarnan með erlendri aðstoð, til þess að á geti
komizt það, sem þeir kalla öfluga þjóðlega stjórn. Þetta
er sama fyrirbrigðið og í gömlu grísku borgarríkjunum,
þar sem höfðingjasinnarnir kölluðu ávallt á hjálp Spart-
verja, en alþýðusinnarnir kvöddu Aþenu til hjálpar sér.
Óhætt er að segja, að samningurinn frá 9. apríl hafi
ekki verið haldinn af hendi hins samningsaðilans, að
minnsta kosti í þeim skilningi, sem Danir leggja í það,
að halda samning. Mér hafa verið borin orð dansks ráð-
herra, sem sagði við heimildarmann minn, að samningur-
inn hefði verið í 13 greinum og að þær hefðu allar verið
brotnar.
Ég get aðeins drepið á meginatriðin ein í þeim árásum,