Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 105
Skírnir
Njáls saga
103
arinnar á Alþingi og hefndar Kára. 1 I. og II. kafla stíg-
ur alda atburðanna jafnt og þétt og nær hæð sinni mestri
í kaflalok, með vígi Gunnars og Njálsbrennu. í III. kafla
nær frásögnin sínu dramatiska hámarki í bardaganum á
Alþingi. Úr því færist meiri ró yfir söguna. Vígin, sem
síðar er frá sagt, eru aðeins veikt bergmál þeirrar viður-
eignar. Þannig smálægir og dregur til sögu loka: fullra
sátta og friðar. Um samsetningu er hér eitt athyglisvert.
Það er frásögnin um Brjánsbardaga. Hún er reyndar fá-
dæma vel ofin inn í söguna, en eigi að síður verður að
telja, að henni sé þar ofaukið, því að hún snertir næsta
lítið höfuðfrásögnina. Sögulegu tengslin eru aðeins auka-
pprsónan Sigurður jarl Hlöðvesson, þátttaka hans í
Brjánsbardaga, og fall fimmtán ónafngreindra brennu-
manna.
Hér hefir verið gert stutt yfirlit um aðalefni og gerð
Njáls sögu. Þetta yfirlit sýnir, þótt ekki sé það nákvæm-
ara en þetta, hver tök söguhöfundur hefir haft á efni
sínu. Sjálfstæði hans sem listamanns gagnvart frásagnar-
venjum og söguformi samtímans er alveg einstakt og er
mest um það vert. Lítum enn á það, hvernig frásögninni
er hagað. Sagan hefst á inngangi, þar sem sögumaður
rekur saman hin dreifðu tildrög atburðanna. í þessum
forkafla eru saman dregin næstum öll rök atburðanna í
Njáls sögu, og þar er getið þeirra manna flest-allra, er
síðar koma við sögu að marki. En aðalfrásögninni er skipt
í þrjá þætti, er allir hefjast með inngangi, er hefir svipað
gildi fyrir hvern einstakan þátt og sjálfur forleikurinn
fyrir söguna alla. Svo einkennilegt, fast og samræmt og
frumlegt form verður aldrei til svo sem af tilviljun. Það
er verk höfundarins sjálfs, skapað af honum við svo grand-
gæfilega rannsókn og íhugun sjálfs söguefnisins að kalla
má, að það falli alls staðar svo sem fyrirhafnarlaust inn
í þessa umgerð. Sagan er rakin eftir meginstefnu atburð-
anna svo röksamlega, að ef frá eru talin tvö, þrjú minni
háttar atriði, er ekkert með tekið, sem ekki hafi beint or-
sakasamband við hana, eða varpi ella ljósi á aðalsöguhetj-