Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 73
Skírnir
Brezka þjóðasamfélagið
71
féll, öll samveldislöndin utan Evrópu fylktu sér gegn ein-
ræðisþjóðunum. Um ákvörðun þessa hafa skyldutilfinn-
ing, samúð og ættartengsl við brezku þjóðina ráðið miklu,
en sameiginleg hugsjónamið og sjálfsvernd að líkindum
mestu. Það var t. d. freistandi fyrir Kanada að fara að
dæmi síns mikla nágranna og bíða með beina þátttöku í
hernaðaraðgerðum. En ef hún hefði gert það, er vitað, að
einingu þjóðarinnar var hætta búin. Bæði Kanada og Suð-
ur-Afríka munu ekki hafa iðrazt þess, að ákvörðun þeirra
eins og hún var, var þegar tekin í upphafi stríðsins.
Eire skarst úr leik. Hvað sem annars má um þetta
segja, þá sýnir það, að hverju hinna samveldislandanna
var hið sama leyfilegt, og samábyrgðar innan samveldis-
ins ekki krafizt jafnvel þótt um líf þess og brezka heims-
veldisins sé að tefla. En afstöðu þessarar þjóðar til styrj-
aldaraðilanna virðist mega skýra frá því sjónarmiði, að
hér er gömul þjóð með langan raunaferil að baki undir
harðhentri stjórn stríðlundaðs bardagamanns, sem virð-
ist trúa því enn, þótt írska þjóðin hafi fengið óskoraðan
rétt til að ráða sjálf málum sínum, að betur takist að sam-
eina frland undir einni stjórn með atferli, sem vekur
fremur gremju en samúð væntanlegra viðsemjenda.
Brezka þjóðasamfélagið, þessi nýsköpun á meðal þjóð-
anna, sem er orðið til vegna frjálsrar þróunar heilbrigðs
lífs, hefur nú fengið sinn fyrsta reynslutíma og eldskírn.
Þeir, sem töldu, að sókn samveldislanda Stóra-Bretlands
eftir fullu sjálfstæði miðaði einnig að því að slíta tengslin
við brezka heimsveldið, fóru villir vegar. Og nú hefur hið
mikla engilsaxneska lýðveldi bundizt svo sterkum bönd-
um við brezka þjóðasamfélagið, að litla getspeki þarf til
að sjá, að náin samvinna verður þeirra á milli um langa
framtíð.