Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 91
Skírnir
Njáls saga
8'í>
unni? Harla langt mun nú síðan að náttúrufræðin stóð á
þessu stigi eða þvílíku. En þótt ótrúlegt megi virðast, er
ekki nema svo sem hálfur mannsaldur síðan slíku fór
fram um rannsóknir á fornum bókmenntum okkar íslend-'
inga í sumum greinum.
II.
Njáls saga hefir lengi kölluð verið ein dýrlegasta perk
an í íslenzkum bókmenntum. Meira hefir verið um hana
ritað en nokkra aðra íslendingasögu. Dr. Einar Ól. Sveins-
son hefir skrifað um hana doktorsritgerð og gert þar
góða grein fyrir ýmsum þáttum hennar, og auk þess hefir
hann ritað prýðilega bók um þá öld, er söguna fóstraði
og höfund hennar, Sturlungaöld. Barði Guðmundsson hef-
ir samið rit um höfund Njáls sögu, og eru ýmsar athug-
anir hans um þetta efni bæði skarplegar og harla nýstár-
legar. Er þá ótalið allt hið eldra, sem um söguna hefir rit-
að verið og minni slægur er í. 1 ritum þeim, sem nefnd
voru, eru rædd og rakin ýmis mikilsverð atriði, sem hér
gefst enginn kostur að að víkja, eða ekki um það hirt.
Þar verða og fyllri rök fundin að ýmsu, sem hér verður
stuttlega getið, eða aðeins á drepið. Veldur nokkru um
þetta, að mér er rúm skammtað. En mestu veldur, að í
þætti þessum vildi eg reyna að lýsa Njáls sögu, sjálfu rit-
verkinu, gera grein fyrir höfuðeinkennum sögunnar, gerð
hennar, áformi og innsta kjarna, án þess að láta mig
nokkru varða um það, hvenær eða hvar og af hverjum
hún sé skráð, eða hvað um hana hafi ritað verið, spaklega
eða óviturlega. Sjónarmið mitt verður sjónarmið lesand-
ans, hins gaumgæfna lesanda, fremur en sjónarmið rit-
dómarans, en með engu móti sjónarmið málfræðingsins
eða sögufræðingsins. Hér mundi litlu varða um höfund-
inn, hvað hann hafði sjálfur til síns ágætis, hvaðan hon-
um væri komið þetta eða hitt, hvort hann studdist við
sannsögulegar heimildir að meira hlut eða minna, atvik
úr sínu eigin lífi eða annarra, nýtt eða fornt. Hlutverk
hins gaumgæfna lesanda er að athuga, hvernig höfundur