Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 162
160
Frans G. Bengtsson
Skírnir
sig ekki bak við borgarmörk, bak við súlnahliðið, sem
yztu ljóskúlurnar mynda, heldur stendur rétt við vegg-
inn eða hornið á húsinu — með kulda sinn og myrkur og
mátt til að einangra og sama vana og setulið, að valda
allskonar stanzi á einföldum hversdagsstörfum. Veturinn
er erfiður gestur, harður í umsát, óvinur, sem bezt er að
búa sig undir að verjast vel. Þetta vita veslings sveita-
mennirnir af rammfornri rey-nslu, og því gefa þeir í tæka
tíð gaum að skógarskjór og íkorna og öðrum öruggum
spádýrum, til þess að haga sér eftir hugboði þeirra og
vopnast vizku framsýninnar. En þrátt fyrir allar athug-
anir og öruggar ráðningar þeirra, gengur ekki alltaf eftir,
og hver veit, nema íkorni og skógarskjór hugsi eins og hafi
gát á bónda, til þess að ráða af hyggilegum atgerðum hans,
hvaða vetur er í aðsigi. Og veturinn liggur í leyni og lætur
þá horfa hvern á annan, eins og íbyggna spámenn, og
vekur þeim síðan mikla sorg og vonbrigði með því að gera
eitthvað alveg óvænt og koma með langstætt þurrafrost,
þegar öll tákn boðuðu snjókomu.
Sveitamaðurinn er svartsýnn að eðlisfari, og það hafa
árstíðirnar gert hann, fyrst og fremst veturinn. Hið fræga
náttúrulögmál, er kallast „lögmálið um djöfuleðli alls“ og
einhver háskólaspekingur kvað fyrstur hafa komið orð-
um að, er honum svo alkunnugt fyrirbrigði og sjálfljós
sannindi, sem hin stranga sýnikennsla náttúrunnar hefir
lamið inn í hann, að naumast þarf að eyða orðum og for-
málum að. Hann verður ekki uppnæmur, þó að þetta lög-
mál hafi sinn gang, hann kyrjar ekki kjökrandi döpur
sorgarljóð, þó að vonirnar bregðist; jafnvel bölv hans og
ragn á sér, þegar svartast skyggir að, undirtón angur-
værs jafnlyndis, sem sprettur af skilningi á því, að leik-
reglurnar eru nú einu sinni eins og þær eru, að ógæfa og
andstreymi eru ekki neitt, sem fullorðinn maður fer að
gera veður af. Fullur af eftirvæntingu um það, að vetur-
inn komi snemma, eins og almennt hugboð, líkindareikn-
ingur, prentaðir spádómar, skógarskjór og allt hefir boð-
að, sáir hann eitt árið haustsáðinu snemma, sér það í tæka