Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 89
Skírnir
Njáls saga
87
rit, þegar bezt lætur, en sumar hreinn skáldskapur að
kalla. Og um aldur þeirra er það að segja, að því fullkomn-
ari sem þær eru í gerð sinni, því fjær lagi er að ætla, að
þær séu í letur færðar um 1200, eða fyrr. Blómaöld sögu-
ritunarinnar hefst með Snorra Sturlusyni, og er nú talið
sanni næst, að flestar sögurnar séu ritaðar á árunum
1230—1280. Uppistaðan í mörgum þeirra er fornar sagnir
og vísur, en fæstar styðjast þær við ritaðar heimildir, er
miklu sé eldri en þær sjálfar.
Bezta raun, sem um þetta efni hefir gerð verið, er
rannsókn próf. Sigurðar Nordals um Hrafnkels sögu, en
hún hefir löngum verið talin öruggt dæmi um forna frá-
sögn, mótaða og varðveitta í munnlegri geymd, sannfróða
í öllum höfuðatriðum og í letur færða mjög snemma á rit-
unaröld sagnanna. Rannsókn hefir nú leitt í ljós, að sagan
er regluleg skáldsaga, líkast til alveg laus við söguleg rök,
og færð í letur seint á 13. öld. Nú mun það enn um nokkra
hríð verða rannsóknarefni fræðimanna, hvað vera kunni
sannsögulegt efni í einstökum íslendingasögum og hvað
skáldskapur að nokkru eða öllu, hvenær þær muni hafa
verið samdar og hvar, hverjum breytingum þær hafi síð-
an sætt, um rittengsl, höfundareinkenni, líklegustu höf-
unda, o. s. frv. Vera má, að enn eigi ýmislegt eftir að skýr-
ast um þessi atriði, þótt torveld sýnist nú. Því að þótt
lengi hafi glímt verið við sum þeirra við lítinn árangur,
mætti vera, að héðan af yrði betur ágengt, er nokkru
hefir til leiðar þokað um skilning manna og þekkingu á
eðli sagnanna og uppruna yfirleitt. Slíkar rannsóknir
verða nú fremur en oft fyrrum verkefni sérfræðinga um
sagnfræði og málfræði.
En um leið og verkefnum er skipt og burtu kippt nokkru
af þeirri huldu, er áður hvíldi yfir ritverkum þessum,
hefst þáttur gagnrýnandans, bókmenntafræðingsins. Frá
hans hálfu er verkefnið líka gerbreytt. Nú verður það
hans verk að meta sögurnar eftir ritgildi þeirra fyrst og
fremst, meta þær eins og þær eru, án tillits til þess alls,
er menn hugðu áður, að þær væri: Sagnarit — án sögu-