Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 64
62
Björn Þórðarson
Skírnir
framkvæmdavald og stjórnarskrá þess er órituð enn. Þá
er að athuga hvaða bönd tengja saman þetta þjóðafélag.
Þar er fyrst og fremst konungdómurinn, krúnan, sem er
stofnun jafngömul ensku þjóðinni sjálfri. Krúnuna getur
borið jafnt kona sem karl samkvæmt hinum brezku kon-
ungserfðalögum. Titill núverandi konungs er þessi:
„George VI, af guðs náð konungur Stóra-Bretlands, Ir-
lands og brezku samveldislandanna handan við höfin,
verndari trúarinnar, keisari Indlands". Heimsveldið hefur
hafizt og þróazt undir krúnunni. Hún fór áður með veldis-
sprota allsherjarherradóms Bretlands yfir nýlendunum,
en er nú tæki og tákn jafnrar réttarstöðu fleiri þjóðríkja
innan samveldisins.
I samveldislandi fer með konungsvaldið landstjóri (Go-
vernor-General) eða sem öllu heldur mætti nefna nú kon-
ungsfulltrúa. Áður fyrr var landstjórinn ekki aðeins full-
trúi konungs, heldur og umboðsmaður brekku stjórnarinn-
ar, og svo er það enn í þeim nýlendum, sem ekki hafa náð
samveldisstöðu. Vegna þessarar breytingar á stöðu kon-
ungsfulltrúans hefir hann sérstaklega náið persónulegt
samband við konunginn, án nokkurrar milligöngu brezku
stjórnarinnar. Hún undirritar og ekki skipun konungsfull-
trúa, heldur forsætisráðherra samveldislandsins. Þetta
fyrirkomulag hefir þó ekki þótt alls kostar ákjósanlegt. I
samveldislandinu fer konungsfulltrúi með alveg sama vald
sem konungur, í öllum aðalatriðum, en ef konungur er
sjálfur staddur í samveldislandi, fer hann sjálfur með
vald sitt. Þess má geta, að Nýja-Sjáland hefir ekki enn þá
kært sig um, að stöðu landstjórans þar væri breytt eins og
hér var sagt, og hefir hann því á hendi umboð brezku
stjórnarinnar líka.
Dómsvald. Hliðstætt hæstarétti Stóra-Bretlands, lá-
varðadeildinni (the King in Parliament), starfar annar
æðsti dómstóll, dómnefnd ríkisráðsins (the Judical Commit-
tee of the Privy Council — the King in Council). Um
þennan síðar nefnda dómstól voru sett lög 1833 og 1844,
og samkvæmt þeim mátti áfrýja til hans dómum frá yfir-