Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 110
108
Þorkell Jóhannesson
Skírnir
manna, meira háttar og minna. Þessar mannlýsingar eru
að sjálfsögðu misjafnlega skýrar, en þar sem bezt tekst
bera þær vott um djúpa þekkingu á mannlegu eðli og
glöggskyggni um allt far manna, sem tæplega verður náð,
nema með mikilli ástundun og tamningu, og þó ekki á
færi annarra en einstöku snillinga. Þessar mannlýsingar
vekja aðdáun manna enn í dag. Og þó er ef til vill engu
minni munur á þeim og mannlýsingum nútímans, í sjálfri
lýsingar-aðferðinni, en á náttúruskoðun Gunnars á Hlíðar-
enda og þeirra, sem gáfu nöfnin Bláskógar og Sólheimar,
og náttúruskoðun Jónasar Hallgrímssonar. Hinir fornu
höfundar höfðu þann hátt jafnan að láta persónur sínar
lýsa sér sjálfar með orðum og athöfnum, en leyfðu sér ekki
að skýra frá hugsunum þeirra eða tilfinningum. Þeir
sýna, en skýra ekki. Eiginlega er þetta sama aðferð og
góður leikritahöfundur beitir, en hér vantar þó allt, sem
hann styðst við: Leiksvið og lifandi menn, sem túlka verk-
ið fyrir áhorfendum, gera leikinn lifandi fyrir augum
þeirra. Áheyrandi sögunnar eða lesandi verður að leggja
til frá sjálfum sér það, sem þarna brestur á, lesa á milli
línanna, fylla út, með líkum hætti og hann skynjar lifandi
náttúrufegurðina í orðunum Sólheimar, Bláskógar og Gull-
foss. Ef til vill á þetta sinn þátt í því að gera hinar fornu
mannlýsingar hugfólgnar. Alltaf verður eitthvað í þeim
hluti af manni sjálfum, gagnstætt því sem oft vill verða
um nútíma mannlýsingar, sem löngum verða of-skýrðar
af höfundum — og of-leiðar lesandanum fyrir bragðið:
Honum ofhasar, hversu oft hann rekur sig á höfundinn
sjálfan, þar sem hann hugðist að hitta fyrir söguhetjuna
eina.
Það væri sannarlega skemmtilegt rannsóknarefni og
ærið fróðlegt að gera samanburð á mannlýsingum í Is-
lendingasögum og samtíma ritum og eldri með öðrum
þjóðum, í því skyni að leiða í ljós, hver munur hér sé á og
í hverju fólginn, en til þess skortir mig fleira en hér verði
upp talið. Mönnum er það yfirleitt ekki lagið, og hefir
aldrei verið, að vera glöggskyggnir á aðra menn, góðir