Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 60
58
Björn Þórðarson
Skírnir
að krúnan er ekki nefnd á nafn í sjálfri stjórnarskránni.
Staða landstjóra krúnunnar var afnumin, en í hans stað
settur forseti, sem æðsti valdsmaður ríkisins án þess þó að
ríkisformið sé nefnt lýðveldi. í viðaukalögum við stjórn-
arskrána er krúnunni þó haldið sem framkvæmdarvaldi í
utanríkismálum, en það skipulag skuli þó að eins vara svo
lengi, sem það þykir haganlegt og Eire telst meðlimur
brezka samveldisins.
Stjórnarfarsréttindi sjálfstjórnarnýlendnanna höfðu
þróazt á tímabili, sem Bretaveldi var í stöðugum vexti að
auð og mætti, og hafði aldrei þurft hvorki að beita öllu
afli sínu út á við né leita stuðnings hjá þessum nýlendum
sínum í baráttu gegn öðrum ríkjum. Hjá mörgum, bæði
innan og utan Bretaveldis, vaknaði sú spurning fyrir og
eftir síðustu aldamót, hvað sjálfstjórnarnýlendurnar
mundu gera, ef Stóra-Bretland lenti í styrjöld við annað
stórveldi. Að vísu var það ekki efamál frá formlegu og
fræðilegu sjónarmiði, að brezka þingið og krúnan hafði
æðsta löggjafarvald, og brezka ráðuneytið æðsta fram-
kvæmdavald alls heimsveldisins, og Bretaveldi væri að því
leyti ein ríkisheild, en menn töldu, að sjálfstjórnarnýlend-
urnar hefði svo mikilla sérhagsmuna að gæta og samband
þeirra við móðurlandið væri orðið svo laust, að þess væri
ekki að vænta, að þær fylgdu skipunum og kröfum frá
stjórn Stóra-Bretlands lengra en að vissu marki, og því
myndi heimsveldinu hætt við klofningi, ef mikið reyndi á.
tJr þessu var skorið 1914 og í hinni fyrri heimsstyrjöld.
Brezka stjórnin lýsti 5. ágúst 1914 stríði á hendur Þjóð-
verjum í nafni konungsins fyrir alla þegna hans. Stjórnir
allra sjálfstjórnarnýlendnanna hétu þegar í stað stjórn-
inni í London öllum styrk sínum, bæði í fé og mannafla.
Efndir þessara loforða urðu þær, að Kanada lagði til
hálfa miljón manna, Ástralía og Nýja-Sjáland aðra hálfa
miljón og Suður-Afríka mjög marga menn miðað við
fólksfjölda. Þessi lönd tóku og á sig miklar byrðar af