Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 208
206
Ritfregnir
Skírnir
stafa af áhrifum tunglsins, og- getur um flóðhæðina við strendur
Bretlands. Pýþeas virðist hafa ritað eina eða fleiri bækur um rann-
sóknir sínar, en þær eru nú týndar og ekki til annað en sundurlaus
brot í tilvitnunum síðari höfunda, sem oft er erfitt að vita, í hvaða
sambandi standa hvert við annað. Þessir síðari höfundar, svo sem
Polybius, Strabo og Plinius, lögðu ekki trúnað á sumt í frásögn
Pýþeasar, af því að það kom í bága við heimskoðun þeirra. En um
ferð hans þykir mega ætla, að hann hafi farið vestur um Njörva-
sund, siglt norður með Spáni og annað hvort yfir Biskayaflóa eða
með ströndum Frakklands norðui' til Bretlands, þaðan norður til
Skotlandsodda. Hann virðist hafa siglt í kringum Bretland, og hefir
þá að líkindum í bakaleiðinni sig'lt fyrir vestan það, og halda sumir,
að hann hafi þá haldið norður með vesturströnd Evrópu og inn í
Eystrasalt og síðan heim. En mest er deilan um ferð hans frá Skot-
landi til Thule (Týli í Landnámabók). Hann virðist hafa komið til
Hjaltlands, því að hann segir, að lengstur dagur á landi fyrir norðan
Bretland sé 19 stundir, en það svarar til Hjaltlands. Spurningin
er nú, hvaða land það var, sem Pýþeas kallar Thule. Þar hafa
komið til greina: Orkneyjar, Hjaltland, ísland og Noregur, og í
seinni tíð hefir baráttan staðið aðallega um ísland og Noreg.
Nansen hélt því fram í bók sinni „Nord i taakeheimen", að Thule
væri Noregur, og virðist mér að Vilhjálmur Stefánsson hafi nú í
bók sinni hrakið þá skoðun gersamlega. En áður en vikið er að
því, hvort Thule sé ísland, er rétt að geta um skoðanir Vilhjálms á
því, hvort það sé liklegt, að Pýþeas með þeim skipakosti, er Grikkir
höfðu þá, hafi getað siglt norður fyrir heimskautsbaug eins og
frásögn hans bendir til, og þá jafnframt, hvort ólíklegt er, að
Bretar og Irar hafi verið búnir að finna Island, jafnvel löngu fyrir
daga Pýþeasar. Um skip Grikkja á þessum tíma vitnar Vilhjálmur
í sérfróðan mann, Markham að nafni. Hann segir: „Stórt Massilíu-
skip var gott sjóskip og vel fært til sjóferða í Norðurhöfum. Það
mundi vera 150—170 fet á lengd — biti í kaupskipi var % og í her-
skipi % af lengd skipsins •— dýpt farmrúms 25 eða 26 fet, það risti
10—12 fet. Það mundi vera 400—500 smálestir, svo að skip Pýþeasar
var stærra og haffærara en hin hrörlega, litla Santa Maria, er
Columbus sigldi 1800 árum síðar, er hann fann Vesturheim.
Slík skip voru með ráseglum og höfðu gnótt ræðara til hjálpar,
svo að þau voru tiltölulega óháð vindi og veðri.
Og svo verðum vér að muna það, að Pýþeas var stjörnufræðingur
og kunni vel að ákveða, hvar hann var staddur á hnettinum.
En hvernig mun þá hafa verið um siglingar Breta og íra á þess-
um tíma? Þegar vér hugsum um það, verðum vér að minnast þess,
að nú er því jafnvel haldið fram, að menn hafi fyrir 250,000 árum
búið þar sem London er nú og að miðsteinsöld hafi verið á Eng-