Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 214
212
Ritfregnir
Skirnir
solved Mysteries of the Arctic, 1938, og’ Ultima Thule, 1941, því að
þær eru merkilegur þáttur af starfi hans. Um leið og hann með fá-
dæma orku hefir unnið að því að opna heimskautalöndin fyrir lífi
og starfi, hefir hann fundið, að
„fortíðin lifir allt af í
augnabliki, sem kemur nýtt“.
Þess vegna hefir hann í seinni tíð lagt svo mikla rækt við rannsókn
á ferðum og landkönnun fyrri tíðar manna á Norðurhöfum. Það
sýnir, hve heilsteyptur „spámaður norðursins" er. Portíð, nútíð og
framtíð renna þar að einum ósi. G. F.
Islenzk fornrit, XXVI. bindi. — Snorri Sturluson: Heimskringla I.
Bjarni Aðalbjarnarson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavik
MCMXLI; cxl+407 bls., 8 myndir og 4 landakort.
23. sept. í fyrra voru liðin 700 ár frá vígi Snorra Sturlusonar,
og var þess minnzt á ýmsan hátt, eftir því sem hinar erfiðu aðstæð-
ur leyfðu. Undarlega hljótt hefir þó verið um einn atburð, er varð
þann dag í tilefni afmælisins. Þá kom út á vegum Hins íslenzka
fornritafélags fyrsti hluti Heimskringlu, mesta rits Snorra. Er það
fyrsta skipti, sem hún er gefin út með vönduðum skýringum á ís-
lenzku, jafnframt því sem öllum almenningi er veittur kostur á að
kynnast hinu helzta, er um hana hefir verið ritað. Oft hefir smærri
tíðindum verið haldið meira á loft, en bæði er, að fornritafélagið
hefir ekki hátt um sig, og svo virðast menn ekki hafa áttað sig á
því til fullnustu enn, hve miklu menningarlegu fyrirtæki hefir hér
verið hleypt af stokkunum. Dr. Bjarni Aðalbjarnarson hefir ann-
azt útgáfu þessa bindis, og lýkur því með Ólafs sögu Tryggvasonar.
Er það um þriðjungur Heimskringlu. Formálinn er langur og ræki-
legur. B. A. gerir þar fyrst grein fyrir ‘nafninu Heimskringlu og
hver rök séu fyrir því, að Snorri sé höf. hennar. Næst rekur hann
ritunarsögu Noregskonunga sagna, eldri en Hkr. Þá er komið að
Snorra. Er ævisaga hans rakin í stórum dráttum og aðdragandi þess,
að hann tók að rita sögur Noregskonunga. Síðan er meginhluti for-
málans um hinar einstöku sögur Hkr. Er skýrt frá heimildum
Snorra og meðferð hans á þeim, sannindum sagnanna, tímatali o. s.
frv. Fræðimenn hefir greint mjög á í ýmsum greinum á því sviði,
sökum þess að flestar heimildir Snorra eru annaðhvort glataðar
eða einungis til í breyttri mynd, og meira hefir verið ritað um
konungasögurnar en nokkra aðra grein íslenzkra bókmennta. Sumt
af því er mjög misjafnt að gildi, svo að varla svarar fyrirhöfn að
pæla gegnum það. Annað hefir haldið velli og skapað undirstöðu,
sem mátt hefir treysta. B. A. hefir átt drjúgan þátt í að efla rétt-
ara skilning á konungasögunum með doktorsritgerð sinni um þær.