Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 148
146
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
skáldið hefur haft sama texta og Mone eða Breviarium
Romanum. Ef þar hefur staðið ‘promisso’, hefur hann
alveg sleppt því, en hins vegar kynni ‘promissum’ (Brev.
Rom., eða ‘promissus’) að leynast í orðinu ‘fyrirtignari’.1)
Orðið ‘föður’ vil ég ekki taka með ‘kverkr’, þó að hljóð-
fall vísuorðsins yrði þá bezt, og raunar ekki gallalaust
ella. En það væri ekki góð guðfræði, að heilagur andi
prýddi kverkar föðurins með rausnar ræðum; hitt er al-
kunna, að hann lagði mönnum orð á tungu, eins og stend-
ur í Markúsarguðspjalli 13, 11: verið ekki áhyggjufullir
fyrir fram um það, hvað þér eigið að tala, heldur talið
það, sem yður verður gefið á þeirri sömu stundu; því að
það eruð ekki þér, sem talið, heldur heilagur andi; sbr.
ennfremur og einkum Post. 2. — Efnis vegna vildi ég helzt
taka saman ‘fyrirtignari föður’: promissum Patris (Brev.
Rom.). Þá er eftir í vísuhelmingnum ‘ríkr andi’, sem er
einfalt ávarp, og orðin ‘þér líkaz’. Til er, einkum í klerka-
máli, sagnorðið ‘líka’, sem þýðir láta eitthvað líkt öðru, þ.
e. 1) láta sem eitthvað sé, látast, og 2) jafna einhverju
saman. Mér virðist ‘þér líkask fyrirtignari föður’ vel geta
þýtt: það er látið allt eitt þú og fyrirtignari föður, eða
m. ö. o.: þú ert kallaður f. f. Þannig mætti ef til vill
skilja þennan vísuhelming, en þó set ég þessa skýringu
fram með fyrirvara.
Ég skal láta hér staðar numið, þó að enn sé eitt og ann-
að smávegis, sem frumtextinn veitir betri skilning á. Ég
hef ekki fengizt við að rekj'a breytingar manna á texta
handritsins, þó að það væri í sjálfu sér nógu lærdóms-
1) Orðið kemur hvergi annarstaðar fyrir, og ekki er til sagnorð
‘fyrirtigna’ eða ‘tigna fyrir’; kemur mér því í hug, að það sé út-
lent að uppruna, eins og fleiri ‘fyrir’-orð. I flestum germönskum
málum kemur fyrir orðið ‘fyrirteikn’, fornháþ. forazeihhan, forn-
saxn. furitékin, miðlágþ. vortéken, fornensku foretácn, og þýðir
það boði, fyrirboði; af þessu orði er alveg reglulega myndað gjör-
andanafn á —ari (sbr. fhþ. zeichenære: sá er gerir tákn). g-ið í
-tignari gæti ef til vill skýrzt af orðinu jartein, jartegn, jarteikn.
Frá promissum: fyrirheit væri skammt til ‘fyrirteikn’ að merkingu
til. Fyrirtignari sbr. promissws í sumum hdrr.?