Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 175
Skírnir
Fi'á mínum dyrum séð
173
rekist á eða komist í mótsögn við þá þekkingu, sem barn-
ið kann að fá eða afla sér, þegar það kemur til fullorðins-
ára, en á þessu vill mjög mikið þera, vegna hæfileikaskorts,
þröngsýni eða ofmikillar fastheldni við fornar og úreltar
kennisetningar. Þess konar má ekki eiga sér stað, ef ætl-
azt er til að barnið haldi áfram, þegar það er orðið full-
orðin manneskja, að trúa því, sem því var kennt í þeim
efnum, þegar það var barn. Barnið gerir ráð fyrir, að því
sé sagt satt, eftir því, sem hinir fullorðnu eða kennarinn
bezt veit. Virðist ekki verða komizt hjá einhverju ósam-
ræmi fljótt á litið í þessum efnum, verður að útskýra það
fyrir börnunum og sýna þeim fram á, hvernig á því standi.
Umfram allt að segja börnunum allan sannleikann eins og
hann er vitaður bezt á hverjum tíma. En árekstrar í þess-
um efnum eru því miður allt of miklir, það hafa bæði ég
og aðrir orðið varir við. Niðurstaðan verður þá löngum
sú skoðun, að barnakennslan í þessum efnum sé eða hafi
verið aðeins fyrir börn, en eigi litla stoð í tilverunni eða
veruleika lífsins. Vantraust eða bein afneitun trúarlegra
skoðana verður svo næsta stigið, nema hjá þeim tiltölu-
lega fáu, sem hafa trúhneigð að eðlisfari, eða fá svo hald-
góða þekkingu seinna í lífinu, að hún geti yfirunnið van-
þekkingu og vonbrigði æskunnar.
Ég hefi aðeins í sem fæstum orðum bent á þá megin-
áherzlu, sem ég álít að leggja beri á uppfræðslu barna í
skólunum fram að fermingu, til þess að móta barnið and-
lega, eða þann grundvöll, sem lagður ætti að vera í barna-
skólum. Ég tel hann svo nauðsynlegan og traustan, ef þessi
kennsla er framkvæmd af hæfum mönnum, að öll önnur
hraflkennsla komist þar ekki í neinn samjöfnuð við, þótt
ég viti vel, að veraldleg þekking er á sinn hátt nauðsynleg,
og mun hver reyna að afla sér hennar eftir getu eða ástæð-
um, þegar hann hefir þroska til eða hæfileikar eru fyrir
hendi. „Leitið fyrst guðsríkis og hans réttlætis, þá mun
allt annað veitast yður“, sagði Kristur. Hvernig hefir ver-
ið eftir þessari leiðbeiningu farið? Það er mikið satt í því,
sém dr. Helgi Péturss segir einhvers staðar í „Nýal“: