Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 167
Skírnir
Veturmenni
165
er í rauninni sú, að komast burt frá honum í ljósið og
hlýjuna. Þó er líka þessi kaldi heimur munaður og ginn-
andi: hann getur vakið þá tilfinningu (sem þó verður ef
til vill ekki að fullu lýst), að það væri sæla að fara inn í
myrkrið, láta tómið svelgja sig, hverfa í snjóinn og sofna
þar sem vindurinn hefir sitt hreiður; enginn aðkenning
lífsþreytu, sorgar eða vonleysis, heldur eitthvað alveg
gagnstætt — sem ef til vill er líka í ætt við tilfinningu
þess, er horfir niður af hengiflugi eða turni. Höfuðskepn-
urnar tortíma oss, ef vér gefum oss þeim á vald, en með
nokkurum hætti eigum vér þó heima hjá þeim. Yér erum
fjendur á lífsleiðinni, en ef til vill frændur í eilífðinni.
Þrátt fyrir slíkar tilfinningar (sem eflaust eru munað-
ur þeim, sem er í hlýjum fötum), höfum vér síðan í forn-
eskju eindregið flúið frá þessum heimi, af því að vér erum
hagsýnir og af því að gott er að lifa, þegar öllu er á botn-
inn hvolft; vér höfum hugsað upp klæðnað, eldfæri og
eldsneyti, fundið upp þak og veggi og hressandi morgun-
kaffi og ýmislegt annað smávegis að auki, og hitaveitu-
mennið er komið fjær en veturmennið. Hefir það þeyst of
hart á brott, og er það þess vegna, að þetta veslings hita-
veitumenni kvartar svo oft um rótleysi sitt? Hefir það
gleymt, hvaðan það kom, og hefur það þess vegna ekki í
eðli sínu neinn gildiskvarða, né neitt skýrt hugtak eða
ljóst mat á hinum mörgu hlunnindum, sem það nýtur
hugsunarlaust, eins og þau væru sjálfsögð? Aðstaðan er
raunar á sinn hátt harmsöguleg, og mætti ef til vill færa
það ögn í stílinn á þessa leið: Þegar hitaveita hitaveitu-
mennisins hitar ekki nægilega, getur það aðeins eitt:
hringt til húsvarðar og kært. Þegar eitthvað annað er að,
er líka hringt til húsvarðar; hann er sem sé til þess settur
að taka við kærumálum og ráða bót á þeim, og smám sam-
an fer hitaveitumenninu að virðast allt sitt líf vera mál-
efni, sem einhver húsvörður eða hans líki — bryti, síma-
stjóri eða ráðherra — eigi sem skjótast að ráða fram úr
og það verði fljótast afgreitt, ef kært er allt hvað af tekur.
Hitaveitumennið hugsar, að ráðið til að lifa sælu lífi sé