Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 195
Skírnir
Skaðsemi skordýranna
193
ugur. En hér er ólíku saman að jafna. Venjulegri lús getur
hver og einn útrýmt sjálfur, svo að það er hverjum í sjálfs-
vald sett, hvort hann vill vera lúsugur eða ekki, en veggja-
lúsum verður ekki útrýmt, sé mikið af þeim, nema með
kröftugri meðulum en almenningur hefir yfir að ráða.
Dæmi eru til þess, að húseigendur í Reykjavík og á Akur-
eyri hafa ekki viljað láta vita um veggjalýs í íbúðum sín-
um af ótta við að geta þá ekki leigt þær. Og mörg dæmi
eru um það, að minnsta kosti í Reykjavík, að leigjendur
hafi flutt veggjalýs með sér hús úr húsi í farangri sínum,
vegna þess að þeim hefir þótt ófínt að láta þeirra getið.
Lengst mun þó sá hafa gengið í kæruleysi í þessum efnum,
sem sendi veggjalýsnar í eldspýtnastokknum inn á heimili
nágranna síns. Það skal tekið fram, að þetta var ekki hér
í höfuðstaðnum.
Augljóst ætti að vera af því, sem á undan er sagt, hve
nauðsynlegt er, að sett verði lög um veggjalýs og önnur
skaðleg skordýr í húsum, svo að fólk geti ekki alveg óátal-
ið gert öðrum stórtjón fremur í þessu efni en öðrum.
Veggjalýsnar eru þegar orðnar allt of útbreiddar hér á
landi, og það þolir enga bið, að þeim sé útrýmt. En það
er þegar sýnilegt, að það verður ekki gert fyrr en heil-
brigðisstjórn landsins tekur málið í sínar hendur og
sendir kunnáttumann um landið til þess að annst útrým-
ingu þeirra. Almenningur getur að vísa haldið veggjálús-
unum í skefjum með skordýradufti og öðrum slíkum með-
ulum, en útrýmingar er tæplega að vænta, séu mikil brögð
að þeim, nema með gaseitrun, en þannig hefir veggjalús-
um verið fullkomlega útrýmt af nokkrum heimilum, bæði
í Reykjavík og uppi í sveit.
Það er nauðsynlegt, að hver, sem verður var við vágest
þennan í híbýlum sínum, tilkynni það þegar í stað þeim
fulltrúa heilbrigðismálanna, sem næstur er. Vanræksla í
þessu efni og slælegar varnir gegn dýrum þessum geta
orðið því valdandi, að veggjalýs verði, er tímar líða, í
hverri sveit og hverjum kaupstað á Islandi. En slíkt má
13