Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 205
Skírnir
Ræða í Ásbrekku
203
ugra manna. Enginn veit, hve margir drengir hafa lært
sannsögli af sögunni um George Washington: „Ég get
ekki skrökvaS", en þeir eru áreiðanlega margir. En það
gæti líka orðið almenn hugsjón að verða fremur veitandi
en þiggjandi, breyta þannig, að heimurinn fari fremur
batnandi en versnandi fyrir tilkomu manns. Það er naum-
ast til svo lítilfjörlegur maður, að hann geti ekki eitthvað
bætt í kringum sig, ef hmm vill það. Aðalatriðið er að
hafa það hugfast, að andsvarið verður ávarpinu líkt, eða
eins og Danir segja:
„Som man raaber i Skoven faar man Svar“.
Góðvild vekur að jafnaði góðvild, eins og ég áður sagði.
Því fleiri sem verða fyrri til að sýna góðvild, því fljótar
vex góðvildin í heiminum. Það ríður á, að einn bíði ekki
eftir öðrum með það.
„Miklu veldur sá, sem upphafinu veldur“.
Vér höfum því miður séð, að það hefur tekizt í einræðis-
ríkjunum á örfáum árum að gera meiri hluta ráðandi
stétta að herskáum hrottum, sem ráðast á hvað sem fyrir
er. Það hefur tekist með því að beita ósleitilega öllum
þeim áróðurstækjum, er menn nú ráða yfir: blöðum, ræð-
um, útvarpi, skólum o. s. frv. Þar hefur verið leikið á þá
strengi, sem verstir eru í mannssálinni: eigingirni, öfund
ótta, hatur, grimmd, hroka og hefnigirni. Mundi ekki al-
veg eins mega taka áróðurstækin, sem ég nefndi, í þjón-
ustu hinna æðri hvata manna: góðvildar, fórnfýsi, sann-
girni, sannleiksástar og fegurðartilfinningar. Hefja áróð-
ur um heim allan fyrir sannleik og réttlæti í hverju máli,
í trausti til orða meistarans: „Sannleikurinn mun gera
yður frjálsa“.
Ég get ekki trúað því, að hin illu öfl mannssálarinnar
yrðu máttugri en hin góðu, ef kallað væri á góðu öflin
með jafnmiklum þrótti og knúð hefur verið á hin illu öfl
nú um hríð. Þennan áróður getur hver sem vill byrjað
í dag, hvar sem hann er staddur, að minnsta kosti með
fordæmi sínu, með því að breyta rétt í sínum verkahring.