Skírnir - 01.01.1942, Blaðsíða 95
Skírnir
Njáls sag-a
93
leiðir hann á hverju sinni, og allir til samans lýsa þeir
dáðríkum og margbreyttum æviferli hans, skapsmunum,
gáfum, mannkostum — og brestum. Hér er sýnd röð at-
burða og atriða, en atburðir þessir eru reyndar hver öðr-
um óskyldir. Það tengir þá helzt saman, að skáldið og vík-
ingurinn Egill Skallagrímsson átti þátt í þeim. Þetta er
líkt því sem höfundur sögunnar standi jafnan við hlið
Egils og lýsi atburðunum frá því sjónarmiði jafnóðum og
þeir gerast. Mætti líkja þessu við það, er maður gengur í
myrkri eftir löngum vegi, er lýstur er harla strjálum en
björtum ljósum. 1 birtunni af ljósunum er allt auðkenni-
legt, en á milli þeirra og svo allt umhverfis geymir myrkr-
ið sitt og verður ekki um það fengizt, fremur en að það
væri ekki til. Allt, sem fyrir augu ber á leið þessari, birt-
ist manni í smáum heildum. Engu yfirliti verður við kom-
ið. Síðar meir getur maður rif jað upp það, sem fyrir mann
bar, og raðað því hlið við hlið. Ef til vill kannast maður
þá við það að hafa séð sama manninum bregða fyrir aft-
ur og aftur á göngu þessari, og loksins finnst manni, að
þessi dularfulli samferðamaður sé ekki svo mjög dular-
fuliur lengur. Hann er orðinn kunningi manns hálft um
hálft. Jafnvel þótt maður hlypi yfir eitthvað af minning-
unum frá samfylgdinni, myndi maður samt kannast vel
við hann. Egils saga væri fátækari, ef felld væri niður
frásögnin um för hans til Vermalands, a. m. k. myndi
okkur finnast það, sem fylgt höfum honum á þeirri för.
En þó myndi Egils saga geyma ærið glögga mynd Egils
eftir sem áður og kaflans ekki saknað af þeim, sem aldrei
hefði þekkt hann. Svo er um fjölda margt í sögunum og
stafar það af því, að samhengi atburðanna er ekki fastara
en svo. Það er yfirleitt ekki rökrænt.
Þessu er mjög á annan veg farið í Njáls sögu. Þar verð-
ur söguefnið ekki ævi Hallgerðar, Gunnars, Njáls eða
Njálssona, innra samhengi sögunnar ekki ævi og afrek
söguhetjanna í sjálfu sér. Þetta er sagan um örlögin. Það
er því líkt sem dýpsta reynsla kynstofnsins hafi fyrir
örófi vetra innrætt honum óbifanlega trú á örlög, sem