Skírnir - 01.01.1929, Síða 8
2
Handritamálið.
[Skimir
en fengju helminginn sjálfir íil umráða til styrktar hinu
andlega sambandi milli landanna. Hér hafa þá íslendingar
slakað á kröfunni, en eg ræð það af umræðunum á Al-
þingi um málið, að íslenzku nefndarmennirnir hafi gengið
að þessu til þess að forðast samningaslit, þar sem Danir
höfðu gert þetta að kappsmáli. Þessi fúlga er sem sé mun
lægri en upphæð sú, sem Jón Sigurðsson nefndi, og eg
ætla að síðari rannsóknir íslendinga hafi sýnt, að hann hafi
reiknað heldur of lágt en hitt. Og þar að auki fá íslend-
ingar einungis helming hennar til eignar.
Enn þá erfiðara er að gera upp reikningana á þeim
sviðum, þar sem fáum eða engum tölum verður komið að,
svo sem í andlegum efnum. Eigi alls fyrir löngu kom út
pési á dönsku, eftir dr. Jón Helgason biskup, um þýðingu
þá, sem Kaupmannahafnarháskóli hafi haft fyrir íslendinga.
Sizt er því að neita, að hún hafi verið mikil, og því meiri
vegna þess, að Danastjórn vanrækti að halda uppi á
sæmilegan hátt menntastofnun í landinu sjálfu, eða að öðru
leyti efla þar andlegt lif og menningu, hliðstætt eða óháfr
háskólanum. Þó gat háskólinn aldrei fullnægt þörfum okk-
ar að öllu leyti, vegna hins sérkennilega í fari okkar og
menningu, enda hefur það oft og lengi verið dregið í efa,.
hvort menntun sú, er embættismenn okkar fengu þar, hafi:
verið holl og affarasæl þjóðinni. Það má víst um það deilæ
frá ýmsum hliðum. Að öllu samantöldu þykir mér þó lík-
legt, að reikningurinn hallist hér á íslendinga, þeir hafa á
þessu sviði þegið meira en þeir fengu endurgoldið. Hins.
vegar hafa íslenzkar bókmenntir efalaust haft dýpri og
varanlegri áhrif á danskar bókmenntir en danskar á íslenzk-
ar. Og svona má lengi rekja í ýmsum efnum.
Á einu sviði er reíkningurinn mjög skýr og einhliða..
Gagnvart gripum þeim og handritum, sem frá íslandi hafa.
komizt inn í dönsk söfn, hafa Danir ekkert fram að færa
í þágu íslendinga, því að ekki verður talið það litla fé,.
sem á sínum tíma var greitt fyrir sumt af þessu, enda
hefur þetta flestallt komizt til Danmerkur, beinlínis eða.
óbeinlínis, fyrir tilhlutan stjórnarinnar eða vegna stjórnarfars-