Skírnir - 01.01.1929, Page 13
Skirnir]
Handritamálið.
7
háskólinn í Uppsölum það, en bókasafn Seefeldts var
hertekið af Svíum 1658, og eru íslenzku handritin úr því
í konunglega bókasafninu í Stokkhólmi. Það lítur annars
út fyrir, að eftir að Brynjólfi var neitað um prentsmiðjuna,
hafi hann orðið annars hugar, látið reka á reiðanum, og látið
handrit í burtu eins og bezt gekk. Börn hans dóu bæði á
undan honum, og hefur hann víst eftir það haft minni um-
hyggju fyrir að halda hlutunum til haga; það, sem hann
átti eftir af handritum, fékk. samkvæmt erfðaskrá hans
frændi hans síra Torfi Jónsson í Gaulverjabæ; slæddust
þar með embættisbækur og skjöl, en sumt mun hafa
orðið eftir í Skálholti. Komst Árni Magnússon yfir mikið
af þessu síðar.
Eftirsókn Dana eftir islenzkum handritum átti ekki
eingöngu rætur sínar í því, að þeir vildu eiga þau, heldur
líka í þvi, að þeir vildu hindra Svía frá að ná i þau og
gefa þau út. Þá var mikill rígur og metnaður milli þessara
tveggja þjóða, og þóttist hvor eiga eldri og betri sögu en
hin, og reyndu einatt að færa sannanir fyrir sínum málstað
með því að vitna í íslenzkar sögur. Um sama Ieyti og
Svíar tóku bókasafn Seefeldts, kom Jón Rúgmann af tilviljun
til Svíþjóðar og var bráðlega sendur til íslands í handrita-
leit. Árangurinn af ferðum hans varð víst harla lítill, að
minnsta kosti að því er skinnhandrit snertir, en eitthvað
fékk hann af afskriftum og gerði líka margar sjálfur. Var
um hrið allmikið starfað að þessum fræðum í Svíþjóð, og
ýmsir íslendingar dvöldu þar og fengust við afskriftir,
þýðingar og útgáfur islenzkra rita. Enginn varð þó Svíum
í þessu efni svo happadrjúgur sem Jón Eggertsson. Hann
átti þá i miklum málaferlum á íslandi, og gekk í þjónustu
Svia 1681; ferðaðist hann um ísland sumarið 1682 og keypti
handrit hvar sem fengust Samkvæmt skýrslu hans fékk
hann um fimmtíu handrit, og af þeim voru að minnsta kosti
um fimmtán á skinni, og sum þeirra stórmerkileg; eru þau
nú i konunglega bókasafninu í Stokkhólmi.
Um sama leyti og Jón var á veiðum, var Hannes
Þorleifsson gerður að fornfræðingi Danakonungs með