Skírnir - 01.01.1929, Page 18
12
Handritamálið.
[Skírnir
konungur skrifaði Rostgaard 14. febr. 1721 um það, að
kisturnar skyldu afhentar Árna (skal være A. M. folgagtige),
þó svo að allt væri tekið þar frá, sem heyrði til skjalasafni
konungs, og tvær kistur með skjölum jarðabókarnefndar-
innar skyldu afhentar kammer-kollegíinu til athugunar. Á
þennan hátt komst Árni í kringum Raben og fékk kist-
ur sínar.
Eftir íslandsferðina sat Árni jafnan í Höfn og fékk enn
nokkru safnað af handritum; keypti hann t. d. alt handrita-
safn Þormóðs að honum látnum. Enn fékkst hann líka
mikið við afskriftir, hélt jafnan einn eða fleiri skrifara.
Hefur hann þannig bjargað efni margra handrita, sem síð-
ar fórust, einkum í háskólabókasafninu. Og svo kom ólánið.
í október 1728 brann mikill hluti Hafnar. Árni fékkst ekki
til að flytja úr húsi sínu í tíma; hann var aldrei snarráður
og nú féllust honum hendur, og er ekki ólíklegt, að allt
safn hans hefði brunnið, ef yngri landar hans hefðu ekki
komið til og bjargað því, sem hægt var, áður húsið brann.
Það voru líka síðustu forvöð. Megnið af handritasafninu
komst undan; tiltölulega fá skinnhandrit brunnu, en mjög
mikið af pappírshandritum frá seinni tímum mun hafa far-
izt þar, og svo segir Jón skjalavörður Þorkelsson, að eng-
inn efi sé á því, að hjá Árna hafi brunnið »svo langa
langtum meiri ókjör af gömlum skjölum en menn hafa gert
sér í hugarlund eða viljað kannast við«. Árni bar ekki bar
sitt eftir þetta og dó rúmu ári síðar.
Starfsemi Árna hefur oft verið lofuð og svo talið, að
hann hafi bjargað bókmenntum vorum að miklu leyti frá
glötun. Vist er mikið satt í því lofi, enda hafði hann hinn
bezta vilja til að gera gagn; en þó hefur enginn maður
stofnað þeim óviljandi í stærri háska en hann. Hugsum
okkur, að allt safn hans hefði brunnið, eins og áhorfðist;
þá mundi talið, að hann hefði valdið oss óbætanlegu tjóni
með söfnun sinni. Ungir landar hans björguðu nafni hans
frá því böli. Svo mjótt er einatt bilið milli vegs og van-
gæfu. Frá sögulegu sjónarmiði er og söfnun Árna nokkuð
athugaverð. Allt bökmenntalegs og sögulegs efnis, gamalt