Skírnir - 01.01.1929, Page 27
Skirnir]
Handritamálið.
21
sem eru sérstaklega athugaverðar. Hin fyrri er, að við slíka
afhendingu rýrni gildi og þýðing Árnasafns. Þar til er að
svara, að þýðing safnsins liggur í handritum bókmenntalegs
gildis, og þó að þessi skjalagögn séu þaðan tekin, minnk-
ar hún engan veginn; þau hafa slæðst þar inn og eru
auk þess svo tiltölulega fá, að þeirra gætir þar lítið; hins
vegar er þeirra oft sárt saknað á skjalasöfnum, þar sem
þau réttilega eiga heima. Hin mótbáran er, að það sé
skylda nefndarinnar og háskólans danska, að halda safninu
óskertu eins og það kom frá stofnandanum; þetta sé rækt-
arsemi við minningu hans. Því má svara, að minningar
Árna sé bezt gætt með því, að halda nafni hans hreinu
og láta ekki hanga við það þá leiðu ásökun, að hann
hafi hnuplað eða dregið undir sig það, sem hann ekki átti.
Þess vegna ber að skila því aftur, sem hann hafði frá opin-
berum söfnum, hvort sem það var frá Mecklenburg, Dan-
mörku, íslandi eða Noregi. Þetta er bein skylda gagnvart
minningu hans, þvi að hann var heiðarlegur maður. Enn-
fremur, ef á að halda vandlega saman öllu því, sem hann
lét eftir sig, hvers vegna hefur þá nefndin látið ganga úr
greipum sér bókasafn hans, sem hún samkvæmt skipulags-
skránni átti að skoða þriðja hvert ár? Mest-allt bókasafn
Árna fórst í brunanum, en þó lét hann eftir sig yfir fjögur
hundruð bindi, og er til listi yfir þau. Þær bækur eru nú
sumar týndar, en megnið af þeim er á við og dreif innan
um háskólabókasafnið, og sjálfsagt nokkuð af þeim nú komið
á konunglega bókasafnið. Það getur verið, að þær séu ekki
sérlega verðmætar, en ræktarsemi virðist heimta það að
minnsta kosti, að þeim sé haldið saman sem sérstöku
safni, og ætti vel við, að nefndin drægi það saman á ný,
sem hægt er að finna.
IV.
Vegna þess að íslenzk handrit höfðu verið flutt til
Danmerkur í svo stórum stíl, svo og vegna hins pólitíska
sambands milli landanna, og ennfremur af því, að íslenzkir
stúdentar stunduðu nám við danska háskólann, varð Kaup-