Skírnir - 01.01.1929, Síða 52
46 Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. [Skirnir
Þegar kemur fram á vorið 1661 — eða ef til vill fyr
— hefur risið upp einhver kvittur um það í Skálholti, að
milli Daða Halldórssonar og biskupsdóttur sé óleyfilegar
samfarir. Biskup virðist ekki hafa lagt mikinn trúnað á það
í fyrstu, að minnsta kosti á hann ekki upptökin að þeirri
eldraun, sem Ragnheiður er bráðlega látin ganga undir. Af
Bréfabókunum sést, að upptökin eiga þeir síra Sigurður
Torfason kirkjuprestur, bróðir Þormóðar sagnaritara, og Odd-
ur Eyjólfsson, sem þetta vor tók við skólastjórn. Þetta læt-
ur biskup í ljós með berum orðum sjálfan eiðtökudaginn,
11. maí, í yfirlýsing, sem hann lætur 7 presta votta, auk
hvatamanna: »Virtist S[íra] Sigurði Torfasyni og Oddi Eyj-
ólfssyni henni þessi eiður ekki nauðsynjalaus vera, þó ekki
hafi almennilegur rómur hér á Ieikið«. Og fyrstur vottanna
er nefndur »S[íra] Sigurður Torfason, dómkirkjunnar prestur
og sálusorgari Ragnheiðar . . . Lýstu því allir nærstaddir
kennimenn, að þeir hefði góða samvizku með Ragnheiði
um hennar sakleysi og sannleika þessa eiðs«.
Oss verður þá fyrir að spyrja: Fyrst ekki voru meiri
brögð að þessum orðrómi en biskup heldur fram og hvata-
menn eiðsins votta — hvernig stendur þá á því: i fyrsta
lagi, að tveir meðal æðstu starfsmanna stólsins gera gagn-
skör að því, að svo hlífðarlaus athöfn gegn biskupi og
dóttur hans fari fram; i öðru lagi, að biskup veitir sam-
þykki sitt til þess.
Við nánari athugun raknar þetta vafamál upp fyrir oss
líkt og vélsaumur.
Einmitt um þetta leyti vill hinum lærða og siðavanda
kirkjupresti sjálfum til sú alvarlega slysni, að eignast barn
með skólaþjónustu í Skálholti (sbr. Prestaæfir Jóns Hall-
dórssonar, ehdr. í Lbs.). Sakeyrisskýrslur þess árs eru glat-
aðar, en það hefur verið fyrir Jónsmessu þetta ár, annars
mundi þess getið i sakeyrisskýrslum næsta árs, enda missir
síra Sigurður kirkjuprestsembætti sitt í Skálholti þetta vor.
Hins vegar hefur barn hans ekki fæðzt fyrir 18. apríl, því
að þann dag gefur síra Sigurður biskupi, ásamt þrem öðr-
um mönnum með guðfræðilegu embættisprófi (attestats),