Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 56
50 Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. [Skírnir
skóla heila fimm vetur: »Á þeim tímum voru þeirra ærurík
elskuleg börn Halldór Brynjólfsson og Ragnheiður Brynj-
ólfsdóttir ung börn. Þó var þá strax auðsjáandi á þeim í
hegðan og umgengni sinni við mig og sérhvern annan, að
hjá þeim tæki að brydda á þeim dyggðum, æru og sóma,
sem nú eru með þeim báðum þroskaðar og vaxnar«. Sex
vikum áður höfðu þó þessar dyggðir ekki verið meira
»þroskaðar og vaxnar« en það, að prestur lét þröngva
Ragnheiði til að sanna með eiði »dyggðir sínar, æru og
sóma«. Það styrkir enn grun vorn um það, að skírlífis-
ákefð þessa manns hafi ekki í fyrstu verið sprottin af
hræsnislausri siðavendni.
Tæpum mánuði eftir eiðtökudaginn er biskup kominn
í vorferð sína til Skorradals. En ekki er Daði með i þeirri
för og fylgir ekki heldur biskupi á þing. Á Alþingi er þá
staddur einn af skólabræðrum Daða, Marteinn Rögnvalds-
son, síðar sýslumaður á Eiðum og nafnkunnur frömuður i
landsmálum. Biskup hefur hlotið að heyra eftir honum þar
á þinginu eirihver ummæli, sem snertu þetta mál, þvi að
hann óskar af honum vitnisburðar um Ragnheiði. Hann fær
ítarlegan og loflegan vitnisburð um, að »ærugöfug jómfrú
Ragnheiður Brynjólfsdóttir hafi svo hagað og hegðað sínu
dagfari, framferði og viðmóti til orða og verka á öllum
þeim tíma, sem ég til hennar vitað hef sem dyggðum-
prýddri, guðhræddri og ærugöfugri jómfrú og æruverðugra
foreldra dóttur ber og sómir til orðs og æðis, sem er i
guðrækilegu, dyggðasömu og lastvöru framferði við meiri
menn og minni. Og aldrei hef ég utan Iands né innan,
drukkinn né ódrukkinn, hana öðruvís tiltalað [c: talað um],
og hvorki má ég né hef mátt nokkurn tíma, svo framt sem
minn heiður og æra skulu ómeidd vera, henni öðruvís til-
tala«. Margt mun hafa verið hjalað á Þingvelli þetta sumar
um eið biskupsdótturinnar í Skálholti,1) og ekki að vita, hvað
‘) Um alt land hefur mönnum sjálfsagt ekki orðið um annað
tiðræddara þetta ár og hið næsta en eið biskupsdóttur og samfarir
þeirra Daða. Þvi meiri furðu gegnir, hve lítið af þeim hámælum
hefur komizt i letur. Það er eins og enginn hafi þorað að eiga á