Skírnir - 01.01.1929, Síða 60
54
Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. [Skírnir
sínum margvíslegu störfum. Og svo líður fram til 11. apríl.
Þá eru komnir i Skálholt þeir bræður, síra Halldór Daða-
son og síra Jón Daðason í Arnarbæli, til að leita sátta við
biskup. í löngu og ítarlegu sáttmálabréfi, sem þeir og tvö
börn síra Halldórs, síra Árni og Guðrún, undirskrifa við
biskup, gerir hann bæturnar fyrir misferli Daða Halldórs-
sonar við dóttur sína »gilt og gott hundrað hundraða, sem
vera skyldu 60 hndr. í fastaeign og 60 hndr. í lausafé í
minnsta lagi. Hvað biskupinn lýsti sig þó með því móti
samþykkjast, að S[ira] Halldóri og S[íra] Jóni Daðasyni
þætti það þága og gert vegna langvarandi vináttu, sem
þeirra i milli verið hefði«. Þetta fé var miklu meira að vöxt-
um en arfur Daða gat orðið eftir foreldra hans, en biskup
vill ekki eiga nein viðskifti við Daða, gerir hann kvittan og
ákærulausan við öllum fjárkröfum af sinni hendi, en krefst
ábyrgðar föður hans og föðurbróður um, að þessar bætur
verði greiddar og greiddar nú, fyrir þing. »It[em] er til-
skilið af biskupinum, en játað af S[íra] Halldóri Daðasyni,
að Daði Halldórsson væri hér ekki í nálægð til langvista,
til skapraunar við sig eða sina og eigi i sama héraði við
Ragnheiði, meðan hún væri ógift, henni til ámælis, óriktis
eður misgrunar, heldur skyldi hann sig svo fjarri henni
halda, að þar væri ekki viðhætt«. — Þetta sáttmálabréf
undirskrifar Daði í öllum greinum 23. apríl, þá á Miðfelli
í Ytrihrepp.
Biskup hefur sjálfur víða lýst yfir því, hve vel Helgu
Magnúsdóttur hafi farizt við Ragnheiði og barn hennar. Og
í Lífssögu Þórðar Daðasonar (Blanda II) segir hann frá því,
að Helga hafi ráðið því nafni, sem barnið hlaut í skírninni.
Það var »nefnt eftir föðurbróður Helgu Magnúsdóttur, heið-
arlegum og vellærðum manni Þórði Björnssyni, sem and-
aðist á unga aldri utanlands in studiis, og var (o: Þórður
Daðason) svo nokkra stund í Tungu í ærlegu og sómasam-
legu barnfóstri«. Helga hefur haldið þeim mæðginum hjá
sér eins lengi og henni var unnt. En nú stóð fyrir dyrum
atburður, sem kvaddi Ragnheiði heim. Opinberar skriftir,
eða á þeirrar tíðar máli: opinber aflausn. Samkvæmt kirkju-