Skírnir - 01.01.1929, Page 66
60
Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. [Skírnir
up alla æfi, og tvisvar að minnsta kosti er hann í Skálholti
þetta haust. í síðara skiftið gefur hann fullnaðarkvittun fyrir
kaupi sínu. Það er næstum átakanlegt að sjá, hve ófús
hann skilst við Skálholt og húsbændur sína: »Guð gæfi
lengur vara mátt hefði. En guð gefi þeim og þeirra ekki
neitt minna fyrir góðgerðir mér til handa«.
7.
Vér komum þá að úrlausn þeirrar spurningar, sem lengi
hefur legið efst í huga vorum: Hefur Ragnheiður BrynjólfS"
dóttir svarið rangan eið?
Ást vor íslendinga á Ragnheiði hefur sýnt, að frá sið-
ferðislegu sjónarmiði látum vér þetta vafamál oss litlu
skifta. En lundarfar Ragnheiðar viljum vér þekkja, og þá
verður svarið ekkert minna en lykill að sál hennar. Getum
vér fengið þetta svar?
Hin eina frumheimild, sem vikur að þessu efni, er saga
Brynjólfs biskups eftir sira Jón Halldórsson (Biskupas. J.
H., I.). Þar segir: »Jók það ofan á þetta (o: barnsfæðing
Ragnheiðar), að dóttir hans hafði eftir hans ráði — því ei
vissi annað en hún mundi saklaus — svarið fyrir allt karl-
mannafar áður, sem svaraði tæpum barnamæðra meðgaungu-
tima, og bar sá góður maður varla jafnrétt sitt höfuð síð-
an, og þó dóttir hans miklu síður«.
Hér er þá fyrst gefið beint í skyn, að Ragnheiður hafi
ekki verið saklaus, þegar hún vann eiðinn; þar næst er
það rökstutt með þvi, að hún hafi alið barn sitt áður en
venjulegur meðgöngutími var útrunninn, talið frá eiðtöku-
deginum; og loks er fullyrt, að þessi árekstur eiðsins og
meðgöngutímans hafi ekki aukið lítið á harma biskups.
Ef Ragnheiður hefur framið meinsæri, verður það ekki
rökstutt eins og gert er í þessari heimild. Það er að öllu
leyti röng fullyrðing, að hún hafi alið barn sitt eftir tæpan
meðgöngutíma frá eiðtökudeginum. Hún vinnur eið sinn 11.
maí og barn hennar fæðist 15. febrúar. Frá deginum eftir
að hún vinnur eiðinn og til þess kvölds, er barn hennar
fæðist, eru nákvæmlega 280 dagar, nákvæmlega sú tala,