Skírnir - 01.01.1929, Page 67
61
Skírnir] Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir.
sem fósturfræðin tiltekur um venjulegan (normalan) með-
göngutíma kvenna.
Til að hreinsa Ragnheiði fullkomlega undan því ámæli,
að hún hafi alið barn sitt í blóra við eiðinn, þurfum vér
þá ekki frekari vitnisburðar. Vér þurfum ekki einu sinni að
gefa því gaum, sem mundi þó styðja málstað hennar, að
líffræðin gerir fósturtíma að fyrsta barni venjulega skemmri
ea þetta. Vér þurfum enn fremur ekki að færa oss í nyt
þær ályktanir, sem draga má af sálarástandi og umhverfi.
^egar síra Sigurður Torfason ber uppástungu sína fram við
iskup, líður vitanlega ekki langur tími áður en hann talar
v>ð dóttur sína. En hitt tekur tíma, að undirbúa eiðinn,
senda boð út um allar sveitir til prestanna, og velja þann
öag sem þeir geta allir mætt. Á þeim tíma er ekki aðeins
aft vakandi auga á samvistum Ragnheiðar og Daða í Skál-
olt', heldur er sú skyndilega ráðstöfun, sem hér er gerð
eg þeim kemur svo gersamlega að óvörum, þess eðlis, að
án mundi hafa varnað þeim allra samfara af eigin hvöt-
am. Og hver dagur sem líður á þessu tímabili, er málstað
agnheiðar i vil. En á engu þessu þurfum vér að halda.
0r Þurfum ekki annað en halda oss við tölurnar 11. maí
°g 15. febrúar.
Og vér getum sagt með fullri vissu, að þetta atriði
ut af fyrir sig — meðgöngutíminn — hefur ekki sannað
rynjólfi biskupi meinsæri dóttur sinnar, ne valdið honum
neinnar sturlunar. Honum sízt allra manna á landinu. Hann
var fróðari í þeim efnum en hinn merki sagnaritari vor í
Hítardal.
Tíu árum áður en eiður Ragnheiðar fór fram, samdi
rynjólfur Sveinsson lærða og ítarlega ritgerð »Um eiða
°g undanfærslu í legorðsmáIum«, og lét lesa hana upp í
lögréttu það sumar. Þessi ritgerð flaug um allt land og varð
mjög vinsæl, eins og marka má af því, að hún er enn til
> 10 afskriftum að minnsta kosti (2 í Reykjavík, 3 í Edin-
horg, 5 í Kaupmannahöfn). í afritunum er hún nefnd með
ymsum orðamun »Um mislangan meðgöngutíma kvenna«.
En frumhandritið, skrifað að fyrirsögn höfundar, er að finna