Skírnir - 01.01.1929, Síða 74
68
Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. [Skírnir
Daða, er máður af. Hvergi verður fundið neitt, sem bendir
til þess, að frá því að Ragnheiður gaf sig Daða Halldórs-
syni á vald og til þess er hún var löngu dáin, hafi hann
litið nokkra aðra konu girndarauga.
8.
í erfðaskilmálanum við Ragnheiði hafði faðir hennar
boðið henni að varast »slímur og slen, hopp og hí«. Slíma
er fornt orð (»sitja slímusetri«, vera þaulsætinn í boðum
o. fl.), en merkir hér það, sem vér nú mundum kalla slór,
eða jafnvel »rall«; hin orðin eru alkunn. Af þessu má ráða,
að Ragnheiður hafi öðru framar búið yfir glaðværð og fjöri,
hættulegt og óhimneskt lundarfar hér á landi á 17. öld.
En þennan skilmála var alveg óþarft að setja Ragnheiði,
enda eru þessi orð strikuð út síðar með öðru bleki (o:
punktað undir þau). Þau sýna í rauninni bezt, hve lítinn
skilning biskup hafði á þvi, sem fram við hana var komið.
Hún hefur lifað í unaði ástar sinnar eitt skammvinnt,
íslenzkt sumar, og þó í stolnum náðum. Eftir það er henn-
ar eina gleði órjúfanlega samofin sorg hennar og þjáning:
gleði eðlisboðsins hjá ungri móður, þótt móðirin sé hrelld.
Og samt á hún að varast slímur og slen.
Það er búið að slíta hana frá barninu. Þegar hún hef-
ur sleppt því úr örmum sér í síðasta sinn, tveggja mánaða
gömlu, ríður hún frá Bræðratungu beint til opinberrar af-
lausnar á dómkirkjugólfi. Frá sárustu stund lifs síns beint tii
hinnar smánarlegustu. Og samt á hún að varast hopp og hi.
Þetta sumar í Skálholti og fram á næsta vetur höfum
vér engar sagnir af henni. En hvorki barn sitt né Daða
fékk hún að sjá framar. Barnið var sent til Hruna og fjar-
vistir Daða hafði biskup tryggt sér í sáttmálabréfinu við
föður hans, sem Daði varð að samþykkja.
Um haustið reis upp skæð sótt í Skálholti og úr henni
andaðist einn skólapiltur rétt fyrir jól. Sóttin lá þungt á
mörgu fólki allan veturinn og biskupsfólkið lagðist allt. En
biskupshjónunum batnaði.
11. marz þennan vetur, 1663, kemur gestur í Skálholt,