Skírnir - 01.01.1929, Síða 79
Skírnir] Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. 73
en þjónaði þó embættinu eitt ár enn fyrir bæn klerkanna.
Hann dó eins og kunnugt er 5. ág. 1675.
Hann mjúklætti sig aldrei við heiminn, aðeins við Guð.
Fyrstur biskupa lét hann grafa sig utan kirkju. Torfi Jóns-
son segir frá því í æfisögu hans, í hvaða röð biskup og
ástvinir hans hvíla í Skálholtskirkjugarði: norðast biskups-
hjónin, og Þórður litli milli þeirra, Ragnheiður við hlið
móður sinnar, og síðan börnin yngri til suðuráttar.
Hér er ekki sögð saga Brynjólfs biskups. Af þessum
þætti úr henni verður hann ekki dæmdur. Sagan, sem hér
er sögð, sýnir hann þvert á móti frá lang-óhagstæðasta sjón-
armiði, sem horft verður frá yfir líf hans. Hann sýndi þeim,
sem voru riðnir við þetta einkamál, miskunnarlausa hörku,
engum öðrum. Hann gætti embættis síns með strangleik
og mildi i gullvægum hlutföllum, svo að embættisfærsla
hans er með fádæmum flekklaus. En hún er auk þess miklu
meira. Hann var, svo kynlega sem það lætur í eyrum í
þessari sögu, frjálslyndasti og mannúðlegasti valds-
maður íslands á 17. öld. í stórum boga i kring um sig
lánaðist honum að bægja frá djöfulæði aldarinnar, galdra-
fárinu, svo að engis manns blóð kom yfir hans samvizku..
Sorgarhlutskifti hans var þetta, að hann átti bágast með
að fyrirgefa þeim, sem hann elskaði.
Ekki verður heldur bent á með réttu, að kaupmennska
hans hafi nokkurn tíma deyft áhuga hans á andlegum
málum, hvað þá skyldurækni hans við embætti sitt.
Siðustu jarðakaup sín gerði hann fám vikum fyrir dauða
sinn. Hann vildi eignast litla jörð á Austfjörðum, af því
að hann átti önnur kot, sem að henni lágu, sagði hann.
Jörðin var Geitavík, sú sem Ragnheiði var gefin forðum.
Síðasta bréfið, sem hann skrifaði, getur staðið svo sem
táknræn andmæli gegn þeim efasemdum, hvort Brynjólfur
Sveinsson hafi verið þjóðrækinn maður, þótt allir viti, að
fáum fræðimönnum hefur ísland átt meira að þakka. Bréf-
ið er ritað til umboðsmanns fógetans á Bessastöðum, Ólafs
Klow, með útskrift af síðustu erfðaskrá hans og endar á
þessaribón: »Á pressuna fyrir ofan landsinnsiglið, er setj-