Skírnir - 01.01.1929, Page 80
74
Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. [Skírnir
ast skal, bið ég yður að láta skrifa þetta orð: ÍSLANDS
INNSIGLI«.
10.
Eftir er þá nú að lúka við sögu Daða.
Hálfu þriðja ári eftir dauða Ragnheiðar festi hann hug
á annari konu, Ingibjörgu Finnsdóttur. Hún var vel ætt-
uð, og faðir hennar, Finnur Guðmundsson á Snjallsteins-
höfða á Landi, var í góðri vináttu við biskup. Dætur hans
giftust merkum mönnum. En ekki þorði bóndi að gefa
Daða dóttur sína að biskupi fornspurðum. Faðir Daða leit-
ar vilja hans bréflega, 14. nóv. 1665. Biskup svarar hlýlega
og segist mega »vel vita, að hann hljóti þá upphefð, sem
guð og gott fólk vill honum unna, mér og mínum að skað-
lausu i allan máta, og öngva óvild né kælu vil ég við
hann hafa né auðsýna, þegar allt er við oss trúlega haldið
það sem til skilið og játað hefur verið«.
Daði kvæntist Ingibjörgu Finnsdóttur. Ártalið verður
ekki greint, en síðast hefur það verið 1668 (sbr. Manntalið
1703; þá er elzta barn þeirra 34 ára). Þau eignuðust þrjár
dætur: Ingibjörgu, Guðrúnu og Margréti (Prestaæfir J. H.).
En í hinu var biskup ósveigjanlegur fyrst um sinn,
að veita Daða prestlega uppreisn. Eins og vér sjáum síð-
ar, var það ekki gert til hefnda við Daða, heldur eingöngu
af því, að hann gat ekki þolað þá tilhugsun, að Daði kæmi
sér fyrir sjónir, en hjá því varð ekki sneitt, ef hann yrði
prestur í Skálholtsstifti.
Jón Halldórsson segir (Bisk.), að »síra Daði sigldi til
að fá restitutionem (o: uppreisn). Var þó til forgefins, því
biskup hafði skrifað fram á móti honum«. Hitt verður ekki
sagt með fullri vissu, hvaða ár hann hefur siglt. Það má
gizka á sumarið 1666, þótt seint sé, því að uppreisnarbréf
Daða er dagsett í Kaupmannahöfn 6. júlí 1667. Það veitir
honum þó ekki uppreisn nema að nafninu; hann má ger-
ast prestur í Hólastifti, þegar hann verður löglega til þess
kjörinn (Brfb. Br. Sv. 2. okt. 1667). Að líkindum hefur Þor-
móður Torfason, skólabróðir Daða, getað otað máli hans