Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 82
76 Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. [Skirnir
ná mætti eftir lofun fógetans, þar staður sá sé nú laus orðinn, ósk-
andi hér útí minna ráða. Hvar til ég kann ekki að svara öðru en
þvi ég áður svarað hefi þ[ei]m Dönsku, sem þvilikt efni hafa við
mig áður nefnt, að ég beiðist undan að hafa neitt með það promo-
tionis mál í þessu stifti, meðan ég á hér um að vera, hvorki til né
frá, og því heldur, sem það piáss verður fyrir minni umgeingni, sem
hann skal i vera, sem von er að Þingvellir verði, ef guð ann öllum
lífs og heilbrigði. Vildi ég þvi gjarnan undan biðjast þar með að
mæðast. Ég kann ekki allt jafnt að segja mig svo stilltan, að ekki
megi uppvakna fornar undir, einkum þegar persónuleg ásýnd upp-
vekur og áminnir, og má þá ske hvorugum finnist til, hvað ég bið
yður mér að vorkenna. Þvi þægi ég heldur h[an]n yrði fjarlægri
augum, ef guð og yfirvöldin vildi svo vera láta, svo mér breyzkum
og vanstilltum væri ekki skapraun gerð í þvi, að setja hann þar
helzt niður, sem von er á minni aðkomu. Vík skyldi á milli vina.
Ég þóttist nóg eftir láta að liða hann einhvers staðar í stiftinu fram
yfir kongl. majst. bréf, sem tilskilið hefur honum promotionem i
Norðurstiftinu, kynni hann þar til að komast. Því er mitt ráð hann
hafi sig í hófi og færist ekki of mjög upp á skinnið. Litil sæmd mun
honum verða að setja sig undir augu alls landsins, því ekki eru svo
allir dauðir, að ekki megi minnast á forna leika. En yður vil ég öllu
góðu svarað hafa, biðjandi yður ekki að styggjast við þetta mitt
geðgróið svar, þvi enginn slitur úr sér hjartað. Þetta svo einfalt e. c. t.
Brynjólfur SS R eh.
Ætlið þér, allir séu svo prúðir, útlenzkir eða islenzkir, að ekki
megi skera skumpur að okkur Daða, þegar sjá við sitjum svo sam-
týnis og nær þvi samkera. Ráðið nú af sjálfs yðar geði, væri svo
við yður höndlað og svo i garð búið. Hér um ekki fleira. Vale*.
Eins og kunnugt er, er 19. Bréfabók biskups glötuð,
Árni Magnússon náði henni aldrei. Hún náði frá byrjun júlí
1671 til ársloka 1672. Og með henni hefur glatast veiting-
arbréf Daða fyrir Steinsholti. En af bréfinu, sem hér fór á
undan, sjáum vér, að biskup hefur slakað til um útlegð
Daða úr Skálholtsstifti einmitt þetta sumar, 1668. Espólín
getur þess, að það hafi einkum verið fyrir milligöngu síra
Páls Björnssonar í Selárdal. Enginn fótur finnst fyrir því
annars staðar, og ekki hefur biskup breyzt svo við fortöl-
ur síra Páls. Annar maður, miklu lægri í loftinu, mátti sin
meira, Þórður Daðason. Þegar hann fór að vera í Skálholti,
býst ég við, að hann hafi átt meiri óbeinan þátt í því að