Skírnir - 01.01.1929, Page 91
Skirnir]
Lífsskoðun Hávamála og Aristoteles.
85
um vér — eins og allir vorir feður«, svo sem Davíð kvað
að orði forðum. Framtíð hvers manns er jafn óviss og gests-
ins, sem drepur á ókunnar dyr, en aldrei hefur hún verið
óvissari en á vikingaöldinni, öld hins óbundna hnefaréttar.
Þaðan er runninn hinn þungi undirstraumur varúðarinnar
í Hávamálum:
Gáttir allar,
áðr gangi fram,
um skygnask skyli; (1)
eða:
Vápnum sínum
skala maðr velli á
feti ganga framar; (38)
eða:
Ár skal rísa
sá er annars vill
fé eða fjör hafa (58)
eru allt heilræði, sem sprottin eru af sérstökum aldarhætti
og bregða upp mynd af honum. En ef vér viljum finna
kjarnann i lífsskoðun Hávamála, verðum vér fyrst og fremst
að athuga það, sem miðað er við manneðlið sjálft og því
getur komið til greina á hvaða öld sem er.
Ekkert einkennir lífsskoðun betur en það, í hverju
menn telja sæluna fólgna, hvern þeir telja sælan. Eg skal
því byrja á því, að líta á þau tvö erindi Hávamála (8. og
9. erindi), er segja það berum orðum, hver sé sæll:
Hinn er sæll,
er sér um getr
lof ok liknstafi;
ódælla er við þat
er maðr eiga skal
annars brjóstum í.
Sá er sæil,
er sjalfr um á
lof ok vit meðan lifir;
þviat ill ráð
hefr maðr opt þegit
annars brjóstum ór.
Svo sem eg hefi fært ástæður fyrir á öðrum stað, held
eg, að hér beri ekki að taka orðið lof í merkingunni hrós,
heldur merki það leyfi, eins og þegar talað er um »lof og
bann« eða »að ráða lögum og lofum«. Að geta sér lof eða
eiga sjálfur lof, er þá að vera sjálfráður, frjáls athafna sinna.
»Sjalfr leið sjálfan þik« (Grógaldr 6) var hugsjón forfeðra