Skírnir - 01.01.1929, Page 103
Skirnir]
Lífsskoðun Hávamála og Aristoteles.
97
Hin sterka sjálfstæðishvöt og hið fasta taumhald skyn-
seminnar, er birtist í Hávamálum, mundi gera manninn ein-
rænan og einmana, ef hann fengi ekki jafnframt fullnægt
annari hvöt, sem á sér engu síður djúpar rætur í mann-
eðlinu, en það er hvötin til náins samlífs við aðra menn,
og hvergi kemur djúpsæi Hávamála betur fram en einmitt
í skilning á þessu.
Ungr var ek forðum,
fór ek einn saman,
þá varð ek villr vega;
auðigr þóttumk,
er ek annan fann;
maðr er manns gaman. (47)
Og hann bregður upp ógleymanlegri mynd af einstæðri
furu til að sýna, að vinaskjólið er lífsnauðsyn, sem það var
ekki sizt á víkingaöld:
Hrörnar þöll,
sú er stendr þorpi á,
hlýrat henni börkr né barr;
svá er maðr,
sá er mangi ann,
hvat skal hann lengi lifa. (50)
Bjarni Thorarensen hefir dregið upp aðra mynd, sem
setja má við hliðina á þessari. Þær skýra hvor aðra:
Viður var mér áður
vaxinn friður að síðu,
vestan ég varði’ hann gusti,
varði’ hann mig austanblástrum.
Aðdáanlegur er skilningur Hávamála á því hvað til
þess þarf, að vináttan haldist, þegar menn eru einu sinni
orðnir vinir. Grundvallarreglan er einföld. Hún er: jöfnuð-
ur. »Glík skulu gjöld gjöfum«. »Viðrgefendr erusk vinir
lengst« (41). »Geði skaltu við þann blanda ok gjöfum skipta,
fara at finna opt« (44)
— þvíat hrísi vex
ok hávu grasi
vegr, er vetki treðr. (119).
7