Skírnir - 01.01.1929, Síða 111
Skirnir] Nokkrar athugasemdir við Hávamál. 105
heldur hafa gát á geði sínu, hér hégómagirndinni. Á vitinu
þarf ekki að hafa gát, heldur hneigðunum, sem hættir til
að taka af því völdin. »Óminnishegri . . . hann stelr geði
guma« (13), þ. e. hann sviftir þá valdinu yfir geðinu, svo
að þeir ráða ekki fremur yfir því en hlut, sem stolið hefur
verið frá þeim. Að »heimta aftur geð sitt« (14) er að fá aft-
ur stjórn á því (sbr. »hverju geði stýrir gumna hverr« (18)).
Að »vita (til) geðs síns« (12, 20) er að gera sér ljóst,
hvað fram fer í geðinu. »Þvi at færa veit er fleira drekkr
síns til geðs gumi« (12); því meira sem maður drekkur,
því minna gát hefur maður á girndum sínum. »Gráðugr
halr, nema geðs viti, etr sér aldrtrega« (20), þ. e. nema
hann geri sér græðgi sína ljósa, því að þá mundi hann
hafa stjórn á henni.
»Alt er senn ef hann sylg getr, uppi er þá geð guma«
(17): Undir eins og hann fær í staupinu, lætur hann uppi
allt, sem honum býr í brjósti.
Hm. 8. og 9. Bæði þessi erindi leggja áherzlu á það,
að sá sé sæll, er getur sér eða á sjálfur »lof ok líknstafi«
eða »lof ok vit«, vegna þess, að erfiðara er við það, »er
eiga skal annars brjóstum í«, og að »ill ráð hefr maðr opt
þegit annars brjóstum ór«, með öðrum orðum: »Betra er
hjá sjálfum sér að taka en sinn bróður að biðja«.
Ef »Iof« merkir hér hrós og »líknstafir« milda dóma,
eins og menn hafa hingað til haldið, þá verða bæði er-
indin hin versta lokleysa, því að lof og mildir dómar eru
einmitt þeir hlutir, er maður verður að eiga »annars brjóst-
um i«, eða alls ekki, þar sem enginn mun i alvöru halda,
að Hávamál telji þann sælan, sem nóg á af sjálfshóli og
mildum dómum sjálfs sín um sjálfan sig! En mér virðast
engin vandkvæði á, að taka »lof« í merkingunni leyfi, sem
er engu ótíðari í fornu máli en merkingin hrós, og í hvert
sinn, er vér segjum: »Eg leyfi mér«, sönnum vér, að leyfi
má taka hjá sjálfum sér og þarf ekki allt af að sækja það
til annara. »Likn« er dregið af líkr og frummerkingin virð-
ist vera jöfnun, að koma jöfnuði á það, sem misfellur eru
á, og bæta þannig úr og hjálpa. Að fá líkn meina sinna,