Skírnir - 01.01.1929, Side 112
106
Nokkrar athugasemdir við Hávamál.
[Skírnir
er að fá bót meina sinna. »Stafir« merkja stundum þekk-
ingu eða fræði (sbr. »forvitni mikla kveð ek mér á forn-
um stöfum«, Vafþrúðnismál 1) og »Iíknstafir« eru þá sú
þekking eða speki, sem til líknar má verða, jafnar mis-
fellur og bætir böl.
Hm. 31.: Fróðr þykkisk
sá er flótta tekr
gestr at gest hæðinn;
veita görla
sá er um verði glissir
þótt hann með grömum glami.
Hér skal ekki hlutast til um það, hvernig bragfræðing-
arnir vilja raða orðunum í 3. vísuorði; hugsunin verður hin
sama, hvort sem lesið er eins og stendur í handritinu,.
»gestr hæðinn at gest« (Gering) eða »hæðinn gestr at gest«
(F. J.). Vandinn er að skýra 2. vísuorðið: »sá er flótta
tekr«, og verður naumast sagt, að neinn hafi fengið vit í
það. Eg leyfi mér nú að geta mér til, að lesa eigi »flátta
tekr«, því að, eins og útgefendur ljósprentuðu útgáfunnar
af Codex regius benda á, er a í handritinu oft skrifað líkt
og o; »flátta« væri þá sagnorð, sama orðið og nýnorska
sögnin »flaatta« (bruke overmodige haanlige flængende ord,
Torp), sbr. fláttr og fláttskapr. Að flátta að einhverjum er
orðað líkt og hæðast, gera gys, draga dár að einhverjum.
Hugsunin í erindinu er þá þessi:
Hæðinn gestur, sem byrjar á því að gera gys að öðr-
um gesti við borðið, sýnir, að hann þykist mikill spekingur
og því fær í allan sjó, því að hann getur ekki vitað með
vissu, hvort gambur hans vekur ekki gremju hinna gest-
anna, svo að hann komist í hann krappan fyrir glensið.
Hm. 53.: Lítilla sanda,
lítilla sæva,
litii eru geð guma,
þvi allir menn
urðut jafnspakir;
half er öld hvar.
Um hinar mörgu skýringar, er fram hafa komið, á.