Skírnir - 01.01.1929, Síða 119
Skírnir] Nibelungenlied og hetjukvæðin í Eddu. 113
kveður upp úr með það, að Brynhildur sé ekki drottning
Gunthers, heldur hjákona Siegfrieds, og sannar hún þetta
síðar um daginn með því að sýna Brynhildi fingurgullið
og lindann. Brynhildi fellur allur ketill í eld, er hún sér,
hversu hún hefur verið véluð. Eggjar hún Gunther að hefna
þessarar svívirðu, en hann tekur því fjarri. Brynhildur stefnir
þá Hagen á fund sinn og er hann fús að framkvæma vilja
hennar. Yngri bræðurnir vilja engan þátt e>ga í þessu, en
Gunther lætur uin síðir tilleiðast fyrir fortölur Hagens, og
mest af því, að hann lætur freistast af auðæfum Siegfrieds,
er Hagen hafði leikið lengi hugur á. Fastráða þeir nú að
ráða Siegfried af dögum.
Hagen lætur ljósta upp ófriðarkvitti, og býðst Siegfried
til að gerast landvarnarmaður sem áður. Gengur Hagen þá
á fund Kriemhilde og spyr hana, hvort nokkuð megi granda
Siegfried; kveðst hann því vilja vita þetta, að hann geti
sem bezt gætt hans fyrir öllum háska. Hún birtir þá fyrir
Hagen, að á blett einn Iítinn milli herðanna bíti Siegfried
vopn; þar hafi laufblað festzt, þegar Siegfried laugaði sig
úr blóði drekans, og kom blóðið ekki á. Ginnir Hagen
Kriemhilde til þess að sauma kross á skikkju Siegfrieds
yfir blettinum, svo að hann viti gerla, hvar hann skuli
verja hann. Nú hafði Hagen náð tilgangi sínum og var her-
sagan borin aftur, en herferðinni snúið upp í veiðiför. Átti
að ráða Siegfried af dögum í þeirri ferð, og sátu yngri
bræðurnir því heima, er þeir vildu ekki taka þátt í sam-
særinu.
í veiðiförinni vegur Hagen Siegfried með þeim hætti,
að hann leggur hann spjóti milli herða, í gegnum krossinn,
þegar Siegfried lá og drakk úr uppsprettu, og var það
banasár. Láta þeir síðan í veðri vaka, að Siegfried hafi
orðið viðskila við þá og verið veginn af stigamönnum.
Hagen lætur nú bera lík Siegfrieds til Worms og setja
það fyrir framan húsdyr Kriemhilde, og þar finna menn það
um morguninn. Kriemhilde verður yfirkomin af harmi og
fær þegar hugboð um, af hverra völdum Siegfried hafi verið
veginn. Sat hún yfir líkinu í 3 sólarhringa og koma þeir
8