Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 128
122 Nibelungenlied og hetjukvæðin í Eddu. [Skírnir
Guðrún á að farast í eldinum með Atla, eins og Signý
með Siggeiri konungi. En þar sem sögunni um Jörmunrek
er skeytt við þessa sögu, er Guðrún látin komast lífs af.
Mætti þó telja svo, að norræna sagan hafi áður endað þannig,
að Guðrún færist líka, enda sennilegt, að samband sé milli
þessarar sögu og sögunnar um hefnd Signýjar og Sigmundar.
í Nibelungenlied er Atli saklaus af þessum hermdar-
verkum. Honum er lýst sem mildum og réttsýnum konungi,
eins og hann var í augum þegna sinna og sagnaritara þeirra,
enda er kvæðið orkt i Austurriki. Kriemhilde veldur hér
ein öllu bölvi, til þess að koma fram hefnd á Hagen. Verð-
ur þetta til þess, að hún fellur á verkum sínum, en Atli
lifir einn eftir, og var það þó hinn grumsamlegi dauðdagi
hans, sem átti fyrsta þáttinn í myndun þessara sagna. Hér
er öllu snúið öfugt, og má þó í kvæðinu sjálfu sjá móta
fyrir frumlegu sögninni. Höllin er brennd yfir Búrgundum,
en þó lifa þeir eftir, og eru þeir Gunnar og Högni vegnir
síðan í böndum, hvor í sínu lagi. Þetta bendir á frumsög-
una: Atli tekur Gunnar og Högna höndum, vill pína þá til
sagna um felustað gullsins og drepur þá að lokum. En síð-
an brennir Kriemhilde (Guðrún) Atla inni og ferst sjálf í
eldinum. Og enn glögglegar sést votta fyrir frumsögunni
og ástæðum hennar fyrir svikunum, að Atli girntist gull
Búrgunda, í því, að Kriemhilde krefur Högna um gullið,
þegar er þeir koma á fund hennar, og enn, er hún stóð
yfir honum með reitt sverðið og sýndi honum höfuð Gunn-
ars. Er þess þó aldrei getið, að henni hafi leikið hugur á
gullinu. Og klaufalega takast sögulokin: Atli lifir, en Kriem-
hilde vegin af manni Þiðriks. Ekki eru gefnar fullnægjandi
ástæður fyrir víginu, og varla má telja það samboðið sög-
unni, að aukapersóna ráði niðurlögum Kriemhilde, og það í
viðurvist konungs síns og manns hennar.
V.
Hér hefur verið gerð stutt grein fyrir mikilsverðustu
missögnunum í Nibelungenlied og Eddukvæðunum og reynt
að benda á, hvað réttara muni og frumlegra. En þá er gam-