Skírnir - 01.01.1929, Page 129
Skirnir]
Nibelungenlied og hetjukvæðin í Eddu.
123
an að athuga stuttlega meðferð skáldanna á efninu og bera
saman lýsingar þeirra og skilning á persónum og við-
burðum.
Þá verður fyrst fyrir oss þögn Nibelungenlied um fyrra
kunningsskap Sigurðar og Brynhildar. En í Eddukv. er þar
Tótin að öllum hörmungum sögunnar. Brynhildr og Sigurðr
bindast eiðum. En fyrir gerningar vondra manna gleymir
hann heitmey sinni og fær annarar konu. Brynhildi er ókunn-
ugt um þessi brögð og ætlar Sigurð því svikara og eiðrofa. En
Sigurðr er saklaus af öllu þessu, og þegar hann samþykkir
að beita Brynhildi brögðum, er hann ennþá í álögunum.
En eftir það Ijúkast upp augu hans og hann verður vís
hins sannara, en lætur þó allt vera kyrt. Þau Brynhildr
unnast ennþá, en á meðan hún ætlar Gunnar hafa unnið
til sín, eins og hún hafði mælt fyrir, vill hún ekki bregða
heitum sínum við hann. En er hún kemst að því, að þeir
Sigurðr hafi vélað hana, svellur henni harmur og reiði og
hún þykist nú svikin af þeim, er sízt skyldi. Þegar Sigurðr
sér harm hennar, á hann í þungri baráttu við sig. Hann
vill ekki láta Guðrúnu þola saklausa fyrir tilverknað ann-
ura, en þó býðst hann að lokum til að svíkja hana, en
taka Brynhildi frá Gunnari, ef harmur Brynhildar mætti
þá sefast. En Brynhildr getur ekki lotið að því. Hún sér
ekki annað en svikna eiða og rofnar tryggðir; væntir sér
engrar gleði upp frá því. Henni þykir sem hún eigi ekki
nnnars kostar en deyja, en vill þó ekki hverfa úr sögunni
ún þess að hafa komið fram hefndum, bæði á Guðrúnu, er
hún ann ekki að njóta Sigurðar, á Gunnari og bræðrum
hans, er áttu upptökin að þessu, og loks á Sigurði fyrir
eiðrofin. Til þess að koma þessu fram, skirrist hún ekki við
að ljúga því á þau Sigurð, sem enginn fótur var fyrir. En
þegar Gunnar hafði orðið verkfæri í höndum hennar og
látið vega Sigurð, svíkur hún hann líka. Hún heínir sín
þannig á honum, að hún ginnir hann til að verða þeim
nianni að bana, er hann unni mest, og segir honum síðan,
að Sigurðr hafi verið alsaklaus af því, er hún hafði borið
á hann. Loks gengur hún á bálið og Gunnar fær ekki að