Skírnir - 01.01.1929, Side 151
Skírnirj
Nýskólar og nýskólahugmyndir.
145
frelsi í skólunum. Það leiðir vitanlega af sjálfu sér, að af
minnsta vott framkvæmdar á þessari hugsun leiðir ger-
breyting á öllu fyrirkomulagi skólans og stjórn. Ég hef
hvergi séð þetta framkvæmt til yztu marka afleiðinga
sinna. Hef ekki átt kost á að sjá þá skólana, sem hafa
gert það til fullrar hlítar, en það eru einkum ameríkskir
skólar (The organic school), en víða séð það gert með
nokkrum takmörkunum.
Ég játa það, að þettur lítur ekki fýsilega út. Og ég
skil það vel, að hroll kunni að setja að mörgum gömlum
og góðum kennara, er hann hugsar sér slíkan skóla. Það
er af þeim ástæðum, að einatt má heyra spurt eitthvað á
þessa leið: Hvað á kennarinn að gera í slíkum skóla? Það
er vandséð. Hann á að vera það, sem Páll postuli var forð-
um »öllum allt, til þess yfirhöfuð að geta áunnið nokkra«.
Það er óskýrt erindisbréf, en ég treystist ekki til þess að
skýra það betur. Hver á að halda uppi aga og reglu?
Enginn. Hver á að knýja börninn til þess að sinna hvim-
leiðum námsgreinum ? Enginn. Hvernig á að komast að
raun um nám þeirra og þroska? Á sama hátt og vér kom-
umst að raun um hæfileika, þroska og mannkosti annara
manna, sem vér erum með. Hvernig á að halda þeim til
skólans, ef þau sýna tregðu í því að vilja koma? Með því
að gera skólann að svo frjóu lífssvæði, svo altækan með
tilliti til allra hæfileika barnsins, að það vilji sjálft hvergi
fremur vera, að vaxtarþörf þess andlegri og líkamlegri sé
hvergi betur svalað en þar. Það er eina skilyrðið, sem rétt-
lætt getur það, að láta barnið ganga á skóla, eina trygging-
in, sem unnt er að setja fyrir hæfilegum árangri af því.
En fjölbreytni einstaklinganna er óendanleg. Starfsfrelsi á
þá leið, sem áður er lýst, er eina formið, þar sem þessu
verður komið í framkvæmd. Á þessa leið eru svör nýskóla-
manna, hugarstefna sú, er fyrir þeim vakir.
Því verður ekki neitað, að það er eitthvað heillandi
við þessa skoðun, ekki sízt vegna þess, að skilningur sá á
barninu, er hún hvílir á, er svo fagur og háleitur, trúin á
getu þess og göfgi svo rik og víðtæk. En eins og áður er
10