Skírnir - 01.01.1929, Síða 157
Úlfljótur.
Eftir Einar Arnórsson.
I.
í ráði er að halda hátíðlega þúsund ára minningu Al-
þingis að ári. Það mun því varla þykja óviðeigandi, þó að
minnzt sé nú í stuttu máli þess manns, sem eflaust má
manna mest þakka upphaf þjóðríkis á íslandi, stofnun þess
þings, sem minnast á, og setningu hinna fyrstu íslenzku
allsherjarlaga. En meinið er, að furðu lítið má af hvoru-
tveggja segja, löggjafanum og lögunum, því að heimildir
vorar eru snauðar að skýrslum um hvorttveggja. En því
verður að tjalda, sem til er, og geta í eyður svo sem skyn-
samlegast þykir.
Landnámsöld íslands er venjulega talin frá 874, er Ing-
ólfur Arnarson festi hér byggð, og fram undir 930. Ari
fróði segir (íslendingabók 3. kap.), að svo hafi spakir menn
sagt, að ísland yrði albyggt á nær sex tigum vetra, »svá
at eigi væri meirr síðan« Mun þó ekki vera gefið í skyn
með þessum orðum, að ekki hafi byggð á landinu orðið
þéttari síðan, heldur sjálfsagt hitt, að þá hafi þeir hlutar
landsins, sem einstakir menn slógu annars eign sinni á,
verið numdir og byggðir, því að eflaust hefur landsfólkið
aukizt frá því, sem það var í lok landnámsaldar og til önd-
verðrar 12. aldar, er Ari fróði skráði íslendingabók sína.
Landnámsmenn virðast hafa verið nálægt 400 að tölu. Þeir
hafa ekki komið með svo margt fólk til landsins, að það
gæti verið orðið svo mannmargt i lok landnámsaldar, að
allar sveitir gæti þá verið svo þétt byggðar sem á dögum
Ara prests fróða. En landslýður hefur þó verið orðinn það