Skírnir - 01.01.1929, Side 160
154
Úlfljótur.
[Skirnir
vegar getur víg Una ekki vel hafa orðið fyr en um 920,
eins og dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður hefur bent á
(Andvari XXXV, 33—35), því að Hróar Tungugoði, sonur
Una og Þórunnar Leiðólfsdóttur kappa, fær Arngunnar
systur Gunnars á Hlíðarenda, en hún getur varla verið
fædd fyr en um 940. Dr. Jón hyggur, eftir frásögn Land-
námu, að Uni hafi varla dvalizt lengur á íslandi en 3—4
ár, og hljóti því að hafa komið siðar út en frásögn Land-
námu gefur í skyn. Annaðhvort hefur Uni dvalizt hér leng-
ur en ráða má af frásögn Landnámu eða þá, að sleppt er
einum lið, þannig að Hróar hafi verið sonarson Una, en
ekki sonur, og ætlar Guðbrandur Vigfússon, að svo hafi
verið (Safn I, 413). Verður nú ekki úr þessu greitt með
vissu. En hvernig sem þessu er varið, þá er sennilegt, að
erindi Una hafi vakið marga beztu menn landsins, þá er
til þess vissu, til umhugsunar um það, að skipulagsleysið
mætti vel verða hættulegt frelsi landsins og því þyrfti sem
fyrst að sameina Iandsmenn undir ein lög og eitt allsherj-
arþing. Og þeir menn, sem mun mega telja einna mest
riðna við hina nýju lagaskipun og rikisstofnun, hafa vafa-
laust þekkt erindi Una og sögu hans hér. Sumir þeirra
hafa meira að segja verið í grennd við Una, svo að segja,
meðan hann var i Álftafirði og í Skaftafellssýslu.
II.
Úlfljótur hét sá maður, sem einna mestan þátt hefur
átt í setningu hinna fyrstu laga landsins og stofnun hins
islenzka þjóðríkis. Ari fróði segir (íslendingabók 2. kap.),
að Úlfljótur hafi verið »maðr austrænn«. Voru Norðmenn
löngum nefndir Austmenn á íslandi í fornöld, og vill Ari
með þessu segja, að Úlfljótur hafi verið norskur. Aðrar
heimildir segja gjörr frá ætterni Úlfljóts. Landnáma (útg.
Finns Jónssonar, bls. 95, og Melabók, Kh. 1921, bls. 134),
Þorsteins þáttur Uxafótar og Vatnshyrna (Þórðar saga hreðu)
segja hann son Þóru dóttur Ketils Hörða-Kára. Voru niðjar
hans ríkastir menn og mest metnir á Hörðalandi í Noregi
á síðara hluta 10. og fyrra hluta 11. aldar. Eru börn Hörða-