Skírnir - 01.01.1929, Side 161
Skirnir) LJlfljótur. 155
Kára talin í Heimskringlu Snorra Sturlusonar (Kh. 1911, bls.
145) og Þórðar sögu hreðu (Vatnshyrnu). En auk þess hafa
allar Landnámu-bækurnar (F. J. bls. 69, 191, 205) þá við-
bót, að Hrafna-Flóki hafi verið dóttursonur Hörða-Kára, og
er móðir Flóka nefnd Vilgerður eða Valgerður (Melabók).
Eins og heimildir þessar rekja ættina, þá er hún þannig:
I. Kári — Ölmóður hinn gamli — Áskell — Áslákur Fitja-
skalli.
II. Kári — Þórður hreða — Klyppur hersir.
III. Kári — Ögmundur — Þórólfur skjálgur — Erlingur á
Sóla.
IV. Kári — Þorleifur spaki.
V. Kári — Þóra — Úlfljótur — Gunnar dótturmaður Helga
magra.
VI. Kári — Vilgerður — Hrafna-Flóki.
í ættfærslu þessari er margt skakkt, þótt sumt sé að
líkindum rétt. Eftir ættfærslunni eru þeir Hrafna-Flóki og
Úlfljótur systrasynir. Þegar Úlfljótur siglir til þess að undir-
búa lagasetninguna, þá er hann talinn sextugur (Landnáma,
Hauksbók) eða hálf-sextugur (Melabók). Hann ætti því að
vera fæddur 860—870. Hrafna-Flóki er orðinn farmaður
fyrir 870 og mun því varla vera síðar fæddur en 840—
850. 20 ára aldursmunur eða því nærri hefði þá verið á
Hrafna-Flóka og Úlfljóti. Þóra, móðir Úlfljóts, mætti þá
hafa verið fædd 840—850, en Vilgerður, móðir Flóka, 820
—830. En faðir þeirra systra, Hörða-Kári, gæti þá verið
fæddur 790—800. Hingað til fær allt staðist. Þrátt fyrir
þennan aldursmun gæti þeir Hrafna-Flóki og Úlfljótur vel
hafa verið systrasynir.
Eins sona Hörða-Kára, Ölmóðar hins gamla, er getið
við sögu þeirra fóstbræðra Ingólfs og Hjörleifs (Landnáma
F. J„ bls. 6, 131, 264).
Þegar þeir fóstbræður börðust við sonu Atla jarls
af Gaulum, þá hefur bardaganum hallað á þá Ing-
ólf, en þá kom að Ölmóður og veitti þeim fóst-
bræðrum. Þessir atburðir gerast um 870, og er því