Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 169
Skímir]
Úlfljótur.
163
sem farið er um suma þá menn í ætt Hörða-Kára, er Þor-
leifs-nafni spaka eru nefndir, þá er ekki ástæða til að rengja
það, að sá Þorleifur, sem heiinildir vorar segja hafa hjálp-
að Úlfljóti, hafi verið frændi hans náskyldur. Hann hefur
haft orð á sér fyrir speki sína og hefur þetta meðal ann-
ars mælt með því, að senda Úlfljót framar öðrum. För hans
hafa stutt þessir menn, sem nefndir voru, og sennilega auk
þeirra margir aðrir beztu menn landsins.
Úlfljótur var svo roskinn maður, þegar hann fór utan,
að sennilega hafa menn ekki almennt á hans aldri tekið
sig upp til utanferða, nema all-mikil nauðsyn ræki þá til.
Var þá og ekki háskalaust ferðalag milli Noregs og íslands
eins og nú. Farkostir hafa verið lélegir, borið saman við
það, sem nú er; áttaviti enginn, vitar sumstaðar engir og
höfin moruðu af víkingum, sem ekki vægðu allt af kaup-
mönnum eða öðrum, sem með friði fóru. Þvi verður þess
vegna ekki neitað, að Úlfljótur hefur lagt mikið i sölurnar
fyrir landið. Hefði hann vel getað mælt sig undan þeirri
för, ef hann hefði ekki verið slíkur maður sem hann var.
Hann hefur að minnsta kosti látið, endurgjaldslaust vafa-
laust, því að endurgjalds er ekki getið, þrjú ár alveg í
þarfir landsins, auk þess sem mikill tími hefur siðan farið
í að kynna mönnum hið nýja lagafrumvarp.
Ef til vill munu einhverir telja það hafa verið þarf-
leysu, að senda mann til Noregs til þess að undirbúa þar
stofnun rikis á íslandi og allsherjarlög handa landsmönn-
um. Það hefði menn eins vel getað á íslandi og erlendis.
Vera má líka, að þeir hefði getað það. En í Noregi höfðu
menn meiri reynslu en hér um stjórnarfar og þjóðskipulag.
íslenzku höfðingjarnir hafa viljað fara varlega og ekki
hrapa að neinu. Þeir hafa lika séð það, að auðveldara
kynni að verða að fá aðra höfðingja til samþykkis því
skipulagi, sem stungið yrði upp á, ef uppástungan væri frá
eða studd af vitrum mönnum erlendum, en ef hún stafaði
aðeins frá þeim eða öðrum hérlandsmönnum. Það var auð-
vitað varla í annað hús að venda en til Noregs. Norsk var
íslenzka menningin að lang-mestu leyti, og þvi lang-lík-
11*