Skírnir - 01.01.1929, Page 174
168
Úlfljótur.
[Skírnir
Ferðalög um landið hafa þá verið seinleg og erfið: engir
vegir, engar brýr. í rauninni hefur verið ógerlegt að ferð-
ast um landið að ráði nema að sumarlagi. Fyrsta þingið
hefur því varla verið haldið fyr en 929—930.
Þetta atriði, hvenær hið fyrsta Alþingi hafi verið háð,
skiftir máli um æfisögu Úlfljóts, og þess vegna hefur verið
svo að því vikið hér. Á því veltur það, hvort Úlfljótur hafi
verið lögsögumaður samkvæmt hinni nýju lagaskipun eða
einungis kynnt mönnum lagasmið sína áður en og um leið
og hún var samþykkt á fyrsta allsherjarþinginu. Ef fyrsta
Alþingi hefur verið háð árið 930, þá hefur hann ekki haft
lögsögu á hendi framar en nú var mælt. En ef það hefur
verið fyr háð, þá hefur hann haft lögsögu samkvæmt hinni
nýju skipun á því þingi eða þeim þingum, sem háð hefur
verið eða háð hafa verið árið eða árin milli fyrsta alls-
herjarþingsins og þingsins 930. Ari rekur lögsögumenn frá
Hrafni Hængssyni og til sinna daga. Nægir þó hér að rekja
frá Skafta Þóroddssyni til Hrafns Hængssonar og verður
þá röðin þessi:
Skafti Þóroddsson 1031—1004
Grímur Svertingsson 1004—1002.
Þorgeir Ljósvetningagoði 1002—985.
Þorkell máni 985—970.
Þórarinn Ragabróðir 970—950.
Hrafn Hængsson 950—930.
Um það er ekki að villast, að Hrafn Hængsson hefur
tekið lögsögu á Alþingi 930. Ari segir, að Hrafn hafi tekið
löosögu »næstr Úlfljóti« (íslendingabók 3. kap.). Af því
mætti ráða það, að Ari hafi talið Úlfljót lögsögumann. En
hvernig stendur þá á því, að Ari getur þess að engu, hversu
lengi Úlfljótur hafði lögsögu á hendi? Lögsaga hans hefði
ekki verið ómerkari en hinna og hefði engu síður átt að
geymast en lögsöguár annara hinna elztu lögsögumanna.
Önnur heimild, lögsögumannatal Melabókar (Melabók, Kh.
1921, bls. 145—146), segir, að Úlfljótur »kenndi fyrstr lög
á íslandi . . . en ekki hafði hann þar lögsögu, svo ritað
sé«. Líklega hefur höfundur þessa lögsögumannatals þekkt