Skírnir - 01.01.1929, Page 179
Skírnir]
Cement.
173
ert í öllu þessu. Og hann biður um skýringu á þessu. Skýr-
ingin er í brotum, eins og jafnan er um skýringar á sjálf-
.sögðum hlutum. Dasja borðar í alþýðueldhúsinu . . . Dasja
verður líklega tvo daga í burtu. Hún er send af flokknum
út í þorpið . . . Njúrka? Njúrka er á barnaheimilinu . . .
Og óðara er Dasja farin af stað, horfin sýnum.
Gléb veit hvorki upp né niður. Hvað hefur gerzt?
Hvers vegna er þetta svona? Hann sezt á þröskuldinn. En
þá tekur hann eftir öðru: Dauðaþögninni. Frá verksmiðj-
nnni heyrist enginn hávaði og enginn reykur kemur upp
úr reykháfum hennar.
Gléb heldur í áttina til cements-verksmiðjunnar og á
leiðinni fréttir hann, að hún hefur ekki starfað síðan bolsje-
víkar komust til valda. Hann hugsar með sér:
»--------Eitt vissi hann. Hér var allt í rúst og hræði-
leg eyðing og ógnir, og nú var hann skyndilega kominn
langt burtu frá hernum í þessar rústir og hryllingurinn var
í hjarta hans------«.
Hann gengur inn í verksmiðjuna. »Engar hurðir, þær
eru allar af hjörunum; húsaskúm, fullt af cementsryki,
hangir í druslum um allt. Og innan úr myrkri þessarar
feiknastóru byggingar kemur myglulykt og gamalt ryk«.
Aðeins á einum stað er allt í röð og reglu: Það er í
vélaherberginu, þessu »musteri vélanna«. »Hér er allt eins
•og áður, hreint og fagurt, og hver einasti smáhlutur vél-
anna bar vott um ástúð og umhyggju. Eins og áður fyr
gljáði leirflögugólfið og gluggarnir voru hreinir. Á rúðun-
um (þær voru óteljandi) titraði endurskinið af bláum og
brennisteinsgulum ljósgeislunum«.
Hér hittir Gléb Brynsa, vélamanninn, sem hefur lifað
allt frá fæðingu meðal vélanna og elskar þær og tignar.
Hann fyrirlítur mennina með öllu þeirra kjaftæði, pólitík,
flokkum, æsingum. »Mig varðar aðeins um eitt: vélarnar og
mig, við eigum saman sálufélag«. ... »Hér stoða ekkert stóru
orðin, hér eru vélarnar og vélarnar eru ekki orð. Vélar eru
hendur og augu«.........»Verksmiðjan verður að lifna aft-
■ur. Gléb! . . . Verksmiðjan getur ekki dáið . . . hún heimt-