Skírnir - 01.01.1929, Page 188
182
Cement.
[Skírnir
vail« er óskadraumur, en »Cement« er sannleikurinn, veru-
leikinn blákaldur. Ég gæti trúað, að höfundurinn hafi eng-
an annan tilgang haft, engan annan boðskap að flytja, en
þennan eina: Vér skulum vinna að því, að atvinnuvegir
landsins megi lifna við! Annars er höfundurinn raunsær,
algáður, krítiskur. Hann nefnir hlutina réttum nöfnum, um-
svifalaust og vægðarlaust, ef svo ber undir. Hann er blátt
áfram, ólýriskur, heldur sér við efnið eins og í íslendinga-
sögu væri.
Þessi starfsins saga er ekki með glöðu yfirbragði. Gam-
ansemi er þar ekki til. Allar söguhetjurnar þjást, nema þá
að þær séu orðnar svo forhertar í brunagaddi kommún-
ismans, að þær séu hættar að finna til (svo mundi lesand-
inn helzt hugsa sér Badjin). Einn kvelst ægilega, þeg-
ar ok bolsjevismans er að merja í sundur einstaklingseðli
hans. Aðra svimar við, þegar Nep, nýja fjármálastefnan,
ummyndar á skammri stund menninguna og gefur henni
yfirbragð hins borgaralega þjóðfélags. Hvert stefnir þetta?
Tilfinningar þeirra eru líkar því, sem jafnaðarmenn lýsa hug
íhaldsmannsins, sem skelfur af ótta við rás þróunarinnar.
Enn aðrir eru hugsjúkir aJE því, að sjá öll svikin við jafn-
aðarmannaríkið, svik, sem jafnvel embættismennirnir taka
þátt í. Alstaðar nagandi uggur, nístandi þjáningar. En áfram
er starfinu haldið, án vægðar við sjáifan sig og aðra, með
jafn mikilli fórnfýsi og grimmd; kenningin er allt, maður-
inn ekkert. Hlýðnin við flokkinn og sjálfsaginn minnir á
Jesúíta-regluna, en hve huggunarsnauð er þessi nýja regla
hjá hinni gömlu!
Engan, sem eitthvað hefir lesið eftir Rússa frá hinni
fyrri tíð, mun undra, að eigi all-lítil grimmd og harð-
neskja kemur fram í bókinni. Bolsjevíkar hafa þar lært
^yggilega af hinu gamla Rússlandi og þarf ekki að kvarta
undan, að þeir standi lærimeisturum sínum að baki. Ef svo
má að orði kveða, að nokkur glæsileikur hafi verið á
hinni fornu menningu Rússlands, þá er hann nú með
öllu horfinn. Hrottaskapur er mikill í sögunni. Sið-
irnir ruddalegir og samtöl hroðyrt. Engin fjöður er