Skírnir - 01.01.1929, Page 191
Um Vilhjálm annan.
Eftir Árna Pálsson.
Síðan er heimsstyrjöldinni lauk og Vilhjálmur 2. var
rekinn frá völdum og hrökklaðist úr landi, hefirkomið út fjöld-
inn allur af ritum, er fjalla um hann og ríkisstjórn hans. Er þar
fyrst að nefna 3. bindið af endurminningum Bismarcks, en
síðar hafa birzt minningabækur þeirra Hohenlohe’s, Tirpitz’,.
Waldersee’s, Eckardstein’s, Zedlitz-Trútzschler’s og margra
annara samverkamanna keisarans. Þá hefir og keisarinn
sjálfur gefið út endurminningar, þar sem hann reynir að
lýsa rikisstjórn sinni og rás viðburðanna frá sínu sjónar-
miði. Tekst honum það ekki fimlega, en þó að varnir hans
séu veigalitlar, þá er þó sú bók ólygið vitni um hugsunar-
hátt hans og sálarlíf. Þó kemur hann hvergi i því riti svo
allsnakinn fram á sjónarsviðið sem í bréfum þeim, er hann
við og við var að rita Nikulási Rússakeisara og nýlega
hafa verið birt. — Loks er þess að geta, að nýlega hefir
Emil Ludwig, einn hinn snjallasti rithöfundur Þýzkalands
á vorum dögum, ritað allmikla bók um Vilhjálm 2. Hefir
hann dregið saman flest þau gögn, sem nú er kostur á að
ná til, um athafnir og einkalíf keisarans, og vegið þau öll
á metaskálum nákvæmrar rannsóknar. Hann leitast alltaf
við að gefa keisaranum það sem keisarans er, en þó fer
honum sem nálega öllum öðrum, að hann verður að kveða
upp þungan dóm yfir ríkisstjórn Vilhjálms 2. og sjálfum
honum. Þetta rit Ludwigs er nú almennt talið höfuðrit hans,.
enda hefir það orðið víðfrægt og víðlesið um heim allan.
Á voru máli hefir ekkert verið ritað enn þá í sam-
hengi um Vilhjálm 2., enda gengur almenningur á íslandi.