Skírnir - 01.01.1929, Síða 197
Skírnir]
Um Vilhjálm annan.
191
að tekin yrði upp þingræðisstjórn á Prússlandi og í þýzka
ríkinu, er Friðrik settist að völdum. Vilhjálmur var ekki var-
máll um óbeit sína á slíku ráðabruggi, og alltaf var hann í
andófi, hvenær sem tilrætt varð um áhugamál foreldra hans.
Eftir því sem tímar liðu fram, varð óvild þeirra hjóna
til sonar síns beiskari og rótgrónari, og áhyggjuefnin fleiri
og alvarlegri. Friðrik var ekki talinn mikilhæfur maður, en
þó voru honum margir hlutir vel gefnir. Hann var mikill
maður vexti og höfðinglegur, hófsmaður um alla hluti, gæt-
inn og góðviljaður. Eftir að eldri sonur hans komst nokkuð á
legg, stóð honum þegar stuggur af mælgi hans, fljótfærni
og hundavaðsþekking og sparaði ekki að láta í ljós van-
þóknun sína við Vilhjálm, og jafnvel ekki, þó að ókunn-
ugir væru viðstaddir. Hvergi kemur þó vantraust Friðriks
á syni sínum svo greypilega í ljós sem í bréfi einu, er
hann ritaði Bismarck tæpum tveimur árum fyrir andlát sitt.
Árið 1886 hafði Bismarck álitið ráðlegt, aðvhinn ungi ríkis-
erfingi færi að afla sér þekkingar á utanríkis-málum að
nokkru og þess vegna leyft honum að kynna sjer skjöl og
skilríki í utanríkis-ráðunéytinu. Friðrik faðir hans var þá í
útlöndum, en er honum kom fregn um þetta, brást hann
öndverður við og ritaði Bismarck mergjað bréf til þess að
mótmæla þessari ráðstöfun. Hefir það bréf nú verið birt i
3. bindi af endurminningum Bismarcks. Ríkiserfinginn kvart-
ar fyrst yfir þvi, að enginn hafi ráðgazt við sig né gefið
sér neina vitneskju um þetta mál. Segist hann að vísu
vera því samþykkur, að sonur sinn afli sér þekkingar um
stjórnmál, en hann eigi að kynna sér innanríkis-málin »áður
en hann, sem er svo hneigður til að hlaupa á sig og dæma
fljótfærnislega, fer að fást við utanríkismál á nokkurn hátt.
Þekking hans er í raun og veru mjög götótt enn þá, hann
skortir oft sæmilega undirstöðu, og þess vegna er það al-
veg nauðsynlegt, að þekking hans verði aukin og full-
komnuð . . . Þegar þess er gætt, hvað sonur minn er
óþroskaður og óreyndur og að hann hefir þar að auki til-
hneigingu til sjálfsálits og sjálfsþótta, þá verð ég blátt áfram
að telja það hœttulegt, að leyfa honum nú þegar að koma