Skírnir - 01.01.1929, Page 203
Skirnir) Um Vilhjálm annan. 197
mynd um, að Bersöglisvísur væru til, en varnaðarorð hins
gamla skálds brenna á vörum hans:
Fastorðr skyli fyrða
fengsæll vesa þengill.
Hæfir heit at rjúfa,
hjaldrmögnuður!, þér aldri!
Bréf það, sem Vilhjálmur hafði ritað Bismarck um
starfsemi »innra« trúboðsins, hafði hann botnað með þeim
oflátungs-orðum, að hann vonaði að kanzlarinn minntist
þess, ef ófrið bæri að höndum, að »hér væri hönd og sverð
þess manns viðbúið, sem léti sér ekki úr minni líða, að Frið-
rik hinn mikli væri ættfaðir sinmO) Bismarck minnir nú Vil-
hjálm á þessi orð, er hann tekur að ræða um hluttöku hans
í »innra trúboðinu«, og biður hann að taka sér ekki ein-
eingöngu hershöfðingjann heldur einnig stjórnmálamanninn
Friðrik til fyrirmyndar. Það væri ekki líkt hinum mikla
konungi, að veita slíku fyrirbrigði sem »innra« trúboðinu
fylgi sitt. Þar mundu málskrafsmenn, prestar og kvenfólk
vaða uppi, — en allar þessar manntegundir væru því marki
brenndar, að þær væru ekki notandi til neins stjórnmála-
starfs nema með mestu varkárni. Hinar klerkriðnu þjóðir
séu jafnan byltingagjarnastar, og því sé hætt við, að Vil-
hjálmur hafi óvirðing eina og varanlegt ógagn af afskiftum
sínum af þessu ískyggilega fyrirtæki.
Því miður er ekki tómi til að rekja efni þessa merki-
lega bréfs frekar en hér er gert. En Bismarck segir, að
eftir þetta hafi vinátta Vilhjálms til sín tekið að kólna. Þó
svaraði hann kanzlaranum af sæmilegri kurteisi. Einkenni-
legt er það, að hann minnist ekki einu orði á ávarpið sæla,
og hefir því Bismarck heppnast fyllilega að stöðva það fá-
heyrða gönuhlaup. Vilhjálmur segist að vísu ekki geta fallizt
á skoðanir kanzlarans um »innra trúboðið«, og hafi hann þó
leitast alvarlega við að líta á málið frá sama sjónarmiði
og hann. »Innra trúboðið« sé og eigi að vera algerlega
’) Þetta var nú raunar ekki alveg rétt, þvi að Friðrik mikli
var barnlaus.