Skírnir - 01.01.1929, Side 211
Skirnir]
Um Vilhjálm annan.
205
hann fengi fulla vitneskju um, hvað í efni væri. Keisarinn
þrífur þá skjalið úr hendi Bismarcks og les þar meðal ann-
ars þau ummæli Alexanders 3., að hann sé »flón, illa upp
alinn og ótryggur strákur«.
Þá er Vilhjálmur hafði lesið þessi orð, spratt hánn
upp, en sagði ekkert. Hann hélt á hjálmi sínúm í hægri
hendi og rétti því Bismarck aðeins tvo fingur, er hann
kvaddi hann. Bismark fylgdi honum til útidyra. En er
keisarinn var kominn að vagni sínum hefir hann áttað sig
-á, að ekki mætti vitnast, að hann skildi við Bismarck með
fjandskap. Hann hljóp því upp útitröppurnar aftur og
þrýsti hönd Bismarcks með miklum vinalátum fyrir augum
þjónustuliðsins.
En nú var teningunum kastað. Það mun óhætt mega
fullyrða, að Vilhjálmur 2. hafi aldrei nokkurn tíma á
stjórnarárum sínum orðið að kyngja beiskari bita en þess-
um. Hann hafði lagt sig í framkróka um að koma sér í
mjúkinn hjá Alexander 3. Bismarck hafði varað hann við,
að hafa sig ekki mjög í frammi, og nú kom í ljós, að
varnaðarorð kanzlarans höfðu verið réttmæt. Vafalaust
hefir Vilhjálmur reiðst zarnum mjög, en kanzlaranum þó
meir, svo sem brátt sýndist.
Hinn 16. marz sendi Vilhjálmur einn trúnaðarmanna
sinna til Bismarcks og krafðist, að tilskipunin frá 1852
yrði numin úr gildi. Bismarck neitaði því auðvitað og
sagði, að forsætisráðherrann yrði þá um leið að hverfa úr
sögunni, — enda varð sú raun á, að Vilhjálmur hreyfði
áldrei þessari fjarstæðu eftir að Bismarck var vikinn frá
völdum. En daginn eftir (17. marz) sendi hann sama
mann í sömu erindum til Bismarcks, og lét þau boð fylgja,
að hann vænti, að kanzlarinn beiddist lausnar samstundis,
ef hann gæti ekki orðið við þessari kröfu sinni. Nú tók
keisarinn og að bera þær sakir á Bismarck, að hann hefði
leynt sig mikilsverðum skjölum, er vörðuðu heill ríkisins.
Lét Vilhjálmur sem það væri auðséð, að Rússar væru þess
albúnir að fara með hernað á hendur Þýzkalandi, en van-
hirðu Bismarcks væri um að kenna, að þetta kæmi alveg